Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2021 22:46 Starfsmenn Borgarverks leggja bundið slitlag á nýja kaflann í Dynjandisvogi í dag. Borgarverk/Einar Örn Arnarson Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnað útsýnið af þjóðveginum um Dynjandisheiði en Vestfjarðastofa og Íslandsstofa segja að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum. En eru vestfirskir vegir tilbúnir að mæta svona auglýsingu? Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Ja.. - það er náttúrlega alltaf spurning hvað er tilbúið. Við stefnum allavega eins hratt og við mögulega getum að gera þetta þannig að það verði nóg að gera á Vestfjörðum í ferðamennsku,“ svarar Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni í Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Og það hyllir undir næstu vegabætur. Í dag hófu starfsmenn Borgarverks að leggja bundið slitlag á 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda og vonast til að ljúka klæðningunni um hádegisbil á morgun. Stefnt er síðan á að opna kaflann umferð eftir helgi, samkvæmt upplýsingum Einars Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Klæðningarflokkurinn í Mjólkárhlíð í Arnarfirði í dag. Þar færist vegurinn úr fjallshlíðinni niður undir fjöruborð.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Þá vinna starfsmenn ÍAV í átta kílómetra kafla upp úr Vatnsfirði að gatnamótum Bíldudalsvegar og stefnt að því opna hluta hans í næsta mánuði. Það ræðst þó af veðri hvort næst að leggja á hann slitlag fyrir veturinn. „Þar erum við vel á undan fjáráætlun og höfum reynt að vinna það eins hratt og vel og við getum. Við verðum að vinna þar líklega í allan vetur og fram á næsta vor, ef veður leyfir, og svo erum við búnir að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir næsta kafla.“ Frá þjóðveginum um Dynjandisheiði. Myndin var tekin í síðasta mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson Sá kafli er tólf kílómetra langur efst á Dynjandisheiði. Það er hins vera óvíst hvenær hægt verður að bjóða hann út. „Miðað við samgönguáætlun þá er ekki fé í verkefnið akkúrat núna. Það kemur mest inn 2023 og 2024.“ -Þannig að óbreyttu verður ekki hægt að bjóða þetta út og hefjast handa fyrr en 2023? „Nei, ég vil ekki segja að það sé þannig. Það bara.. við erum að gera allt klárt og viljum komast áfram. En það verður að koma í ljós,“ svarar Sigurþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hóp ferðamanna við fossinn Dynjanda í síðasta mánuði: Vegagerð Ísafjarðarbær Vesturbyggð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18 Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnað útsýnið af þjóðveginum um Dynjandisheiði en Vestfjarðastofa og Íslandsstofa segja að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum. En eru vestfirskir vegir tilbúnir að mæta svona auglýsingu? Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Ja.. - það er náttúrlega alltaf spurning hvað er tilbúið. Við stefnum allavega eins hratt og við mögulega getum að gera þetta þannig að það verði nóg að gera á Vestfjörðum í ferðamennsku,“ svarar Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni í Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Og það hyllir undir næstu vegabætur. Í dag hófu starfsmenn Borgarverks að leggja bundið slitlag á 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda og vonast til að ljúka klæðningunni um hádegisbil á morgun. Stefnt er síðan á að opna kaflann umferð eftir helgi, samkvæmt upplýsingum Einars Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Klæðningarflokkurinn í Mjólkárhlíð í Arnarfirði í dag. Þar færist vegurinn úr fjallshlíðinni niður undir fjöruborð.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Þá vinna starfsmenn ÍAV í átta kílómetra kafla upp úr Vatnsfirði að gatnamótum Bíldudalsvegar og stefnt að því opna hluta hans í næsta mánuði. Það ræðst þó af veðri hvort næst að leggja á hann slitlag fyrir veturinn. „Þar erum við vel á undan fjáráætlun og höfum reynt að vinna það eins hratt og vel og við getum. Við verðum að vinna þar líklega í allan vetur og fram á næsta vor, ef veður leyfir, og svo erum við búnir að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir næsta kafla.“ Frá þjóðveginum um Dynjandisheiði. Myndin var tekin í síðasta mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson Sá kafli er tólf kílómetra langur efst á Dynjandisheiði. Það er hins vera óvíst hvenær hægt verður að bjóða hann út. „Miðað við samgönguáætlun þá er ekki fé í verkefnið akkúrat núna. Það kemur mest inn 2023 og 2024.“ -Þannig að óbreyttu verður ekki hægt að bjóða þetta út og hefjast handa fyrr en 2023? „Nei, ég vil ekki segja að það sé þannig. Það bara.. við erum að gera allt klárt og viljum komast áfram. En það verður að koma í ljós,“ svarar Sigurþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hóp ferðamanna við fossinn Dynjanda í síðasta mánuði:
Vegagerð Ísafjarðarbær Vesturbyggð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18 Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18
Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45