Eiki hljóðmaður: „Viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 09:00 Eiki hljóðmaður og svipurinn frægi. Stöð 2 Sport „Spurning frá Eika hljóðmanni,“ er orðin fastur liður í Körfuboltakvöldi en að þessu sinni spurði Eiki þá Darra Frey Atlason og Matthías Sigurðsson út í lottóið er kemur að erlendum leikmennum og hvaða lið hefði unnið. Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira