Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 22:48 Baldwin og Hutchins unnu saman að myndinni Rust. Getty Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. „Það gerast slys á kvikmyndasettum öðru hvoru en ekkert þessu líkt. Þetta er atvik sem gerist í einni af hverjum billjón (e. trillion) tökum,“ sagði Alec Baldwin við fjölmiðla dag. Að sögn The Guardian ræddi leikarinn við fjölmiðlamenn í dag í því skyni að fá þá til að láta sig og fjölskyldu sína í friði. Eiginkona hans Hilaria hafi reynt að stöðva mann sinn. „Kona lést. Hún var vinkona mín, þegar ég kom til Santa Fe til að hefja tökur bauð ég henni út að borða,“ segir hann. Þá segir Baldwin að hann hafi verið í stöðugum samskiptum við ekkil Halynu og að hann hefði miklar áhyggjur af fjölskyldu hennar. Hafi verið vel smurð vél „Við vorum mjög vel smurt kvikmyndatökulið að skjóta mynd saman þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað,“ segir Baldwin þrátt fyrir að rannsakendur hafi sagt að víða hafi pottur verið brotinn í framleiðslu myndarinnar. Ekki hefur verið útilokað að dómsmál verði höfðuð vegna dauða Halynu Hutchins. Baldwin var sagt að byssan væri „köld“ Alec Baldwin var meðal rithöfunda kvikmyndarinnar Rust og kom einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar. Hún fjallar um það hvernig gamall útlagi reynir að koma barnabarni sínu til bjargar eftir að til stendur að hengja hann fyrir að bana manni af slysni. Við æfingar atriðis í myndinni hljóp skot úr skammbyssu sem leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að draga úr slíðri. Lögreglan segir kúlu úr byssunni hafa hæft Hutchins, sem var kvikmyndatökustjóri Rust, farið í gegnum hana og í öxl Joel Souza, leikstjóra. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Dave Halls, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hefur viðurkennt að hafa ekki skoðað skotin í byssunni nægilega vel áður en hann rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri örugg. Áður hafði Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður framleiðslunnar, meðhöndlað byssuna og átti hún sömuleiðis að tryggja að byssan væri örugg. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
„Það gerast slys á kvikmyndasettum öðru hvoru en ekkert þessu líkt. Þetta er atvik sem gerist í einni af hverjum billjón (e. trillion) tökum,“ sagði Alec Baldwin við fjölmiðla dag. Að sögn The Guardian ræddi leikarinn við fjölmiðlamenn í dag í því skyni að fá þá til að láta sig og fjölskyldu sína í friði. Eiginkona hans Hilaria hafi reynt að stöðva mann sinn. „Kona lést. Hún var vinkona mín, þegar ég kom til Santa Fe til að hefja tökur bauð ég henni út að borða,“ segir hann. Þá segir Baldwin að hann hafi verið í stöðugum samskiptum við ekkil Halynu og að hann hefði miklar áhyggjur af fjölskyldu hennar. Hafi verið vel smurð vél „Við vorum mjög vel smurt kvikmyndatökulið að skjóta mynd saman þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað,“ segir Baldwin þrátt fyrir að rannsakendur hafi sagt að víða hafi pottur verið brotinn í framleiðslu myndarinnar. Ekki hefur verið útilokað að dómsmál verði höfðuð vegna dauða Halynu Hutchins. Baldwin var sagt að byssan væri „köld“ Alec Baldwin var meðal rithöfunda kvikmyndarinnar Rust og kom einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar. Hún fjallar um það hvernig gamall útlagi reynir að koma barnabarni sínu til bjargar eftir að til stendur að hengja hann fyrir að bana manni af slysni. Við æfingar atriðis í myndinni hljóp skot úr skammbyssu sem leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að draga úr slíðri. Lögreglan segir kúlu úr byssunni hafa hæft Hutchins, sem var kvikmyndatökustjóri Rust, farið í gegnum hana og í öxl Joel Souza, leikstjóra. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Dave Halls, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hefur viðurkennt að hafa ekki skoðað skotin í byssunni nægilega vel áður en hann rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri örugg. Áður hafði Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður framleiðslunnar, meðhöndlað byssuna og átti hún sömuleiðis að tryggja að byssan væri örugg.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44
Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20