Anníe Mist aftur á pall og nú með fjölskylduna með sér: Hjarta mitt er fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist í fanginu strax eftir keppnina. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir vann silfurverðlaun á einu stærsta CrossFit móti ársins og nú fyrir framan nærfjölskyldu sína sem missti af því þegar hún vann bronsverðlaun á heimsleikunum í haust. Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira