Anníe Mist aftur á pall og nú með fjölskylduna með sér: Hjarta mitt er fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist í fanginu strax eftir keppnina. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir vann silfurverðlaun á einu stærsta CrossFit móti ársins og nú fyrir framan nærfjölskyldu sína sem missti af því þegar hún vann bronsverðlaun á heimsleikunum í haust. Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Rogue Invitational stórmótið um helgina var fyrsta CrossFit mótið þar sem dóttir Anníe Mist, Freyja Mist, var meðal áhorfenda en pabbi og mamma Anníe voru líka á svæðinu auk kærastans Frederiks Aegidius. Anníe fékk Freyju Mist síns því í fangið strax eftir keppnina í Texas í gær. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sýndi og sannaði það að frammistaða hennar á heimsleikunum í CrossFit í ágúst var engin tilviljun þegar hún vann silfurverðlaun í keppni allra þeirra bestu í hitanum í Texas um helgina. Anníe Mist gerði keppnina upp með stuttum en tilfinningamiklum texta á Instagram síðu sinni í nótt. „Hjarta mitt er fullt, takk fyrir,“ skrifaði Anníe Mist og birti með myndir af sér með Freyju og einnig myndir af fjölskyldunni sem studdi hana úti í Texas. Þarna má líka sjá myndband af Freyju á leið út í sína fyrstu flugferð en hún er eins árs síðan í ágúst. Anníe veitti heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey verðuga keppni alla helgina og var um tíma með forystu í keppninni. Toomey var sterkari á lokasprettinum og vann þetta mót þriðja árið í röð. Anníe hækkaði sig um eitt sæti frá því á heimsleikunum þar sem hún vann bronsverðlaun. Mögnuð frammistaða hennar í endurkomu sinni eftir barnsburð heldur því áfram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Að eignast barn setur allt í nýtt samhengi. Margir hafa sagt við mig að það sé þá sem lífið byrji enda um að ræða 180 gráðu beygju frá því þegar þú þínar eigin þarfir voru alltaf í forgangi,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars á Instagram síðu sína. „Freyja snéri vissulega heiminum mínum á hvolf en hún breytti ekki hver ég er eða hvað ég vil gera,“ skrifaði Anníe Mist. „Nú hef ég eina persónu í viðbót til að deila þessu ótrúlega ferðalagi mínu með,“ skrifaði Anníe. „Ef ég stæði ein í þessu þá væri ég hætt fyrir löngu. Núna er liðið mitt stærra en nokkurna tímann áður og ég gæti ekki ímyndað mér að vera einhvers staðar annars staðar en hér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe vann tvær greinar á mótinu eða jafnmargar og Toomey en tókst ekki nógu vel upp í lokagreininni. Anníe hafði verið í sjötta sæti eða ofar í fyrstu sex greinunum en varð bara í þrettánda sæti í lokagreininni. Anníe fékk samtals 560 stig í greinunum sjö, 65 færri en Toomey en 60 fleiri stig en Gabriela Migala sem varð þriðja. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira