Frá þessu greinir Fréttablaðið.
Í umfjöllun blaðsins segir að kennari og þrír starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar á barni og meintra brota á hegningar- og barnaverndarlögum.
Barnið hafi verið lokað eitt inni í skólanum að minnsta kosti tvisvar.
Umboðsmaður Alþingis kannar nú innilokanir barna og aðskilnað þeirra frá samnemendum. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að frá því að það greindi frá athugun umboðsmanns hafi blaðinu borist ábendingar um önnur sambærileg mál, sem varði nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu.