Bjóða viðskiptavinum að sleppa við afgreiðslukassann Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 15:01 Íslensk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að feta inn á þá braut að láta viðskiptavini greiða fyrir vörur á annan hátt en á afgreiðslukassa. Húsasmiðjan Húsasmiðjan hefur tekið í notkun sérstakt sjálfsafgreiðsluapp þannig að viðskiptavinir geti greitt fyrir vörur um leið og þær eru skannaðar ofan í körfu í verslun. Viðskiptavinir þurfa því ekki að greiða við kassann. Ekki er langt síðan Krónan tók að feta sig inn á þessa braut þar sem viðskiptavinir geta nú í ákveðnum verslunum skannað vörur sínar og svo greitt fyrir án viðkomu á afgreiðslukassa. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að nýja appið gildi í öllum verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals. Appið hafi verið í þróun í rúmt ár og sé stór vendipunktur í stafrænni vegferð fyrirtækisins. Húsasmiðjan „Húsasmiðjuappið hjálpar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar um þúsundir vara, s.s. hvort vara er umhverfisvæn, á meðan þeir versla ásamt því að afgreiða sig sjálfir í gegnum appið með lausn sem kallast „Skanna, borga, út“ . Þannig er mögulegt að komast hratt út úr verslunum framhjá afgreiðslukössum. Húsasmiðjuappið er einnig þjónustuapp og býður m.a. upp á greiðsludreifingu til allt að 12 mánaða sem hentar við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn. Þetta er einstakt á Íslandi og þó víða væri leitað,“ segir í tilkynningunni. Appið er sagt henta fagmönnum og fólki í framkvæmdum sérstaklega vel, þar sem það bjóði viðskiptavinum upp á að geta verslað í eigin reikning og séð sín afsláttarkjör á vörum um leið og þær eru skannaðar í verslun. Byggingariðnaður Stafræn þróun Verslun Tengdar fréttir Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Ekki er langt síðan Krónan tók að feta sig inn á þessa braut þar sem viðskiptavinir geta nú í ákveðnum verslunum skannað vörur sínar og svo greitt fyrir án viðkomu á afgreiðslukassa. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að nýja appið gildi í öllum verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals. Appið hafi verið í þróun í rúmt ár og sé stór vendipunktur í stafrænni vegferð fyrirtækisins. Húsasmiðjan „Húsasmiðjuappið hjálpar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar um þúsundir vara, s.s. hvort vara er umhverfisvæn, á meðan þeir versla ásamt því að afgreiða sig sjálfir í gegnum appið með lausn sem kallast „Skanna, borga, út“ . Þannig er mögulegt að komast hratt út úr verslunum framhjá afgreiðslukössum. Húsasmiðjuappið er einnig þjónustuapp og býður m.a. upp á greiðsludreifingu til allt að 12 mánaða sem hentar við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn. Þetta er einstakt á Íslandi og þó víða væri leitað,“ segir í tilkynningunni. Appið er sagt henta fagmönnum og fólki í framkvæmdum sérstaklega vel, þar sem það bjóði viðskiptavinum upp á að geta verslað í eigin reikning og séð sín afsláttarkjör á vörum um leið og þær eru skannaðar í verslun.
Byggingariðnaður Stafræn þróun Verslun Tengdar fréttir Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01