Hver er þessi Jami Tikkanen sem þjálfar nú Anníe Mist, Katrínu Tönju og BKG? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 08:31 Jami Tikkanen með þeim Frederiki Ægidius, Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Instagram/@jamitikkanen Þrjú af besta CrosFit fólki Íslands og um leið heimsins er nú þjálfað af Finnanum Jami Tikkanen eftir að Katrín Tanja Davíðsdóttir ákvað að leita til hans eftir sex ár með bandaríska þjálfarann Ben Bergeron. En hver er þessi maður sem okkar besta fólk vill vera hjá? Jami Tikkanen, tæplega fertugur Finni, þjálfar nú Anníe Mist Þórisdóttur, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrínu Tönju Davíðsdóttur þá þrjá Íslendingar sem enduðu inn á topp tíu á síðustu heimsleikum í CrossFit. Tikkanen er þekktastur fyrir frábært samstarf sitt og Anníe sem hófst árið 2010. Anníe hefur tvisvar orðið heimsmeistari á þeim tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall undir hans leiðsögn. View this post on Instagram A post shared by Jami Tikkanen (@jamitikkanen) Tikkanen er lærður osteópati og er því með mikla sérþekkingu í ein- og liðskekkjulækningum en hann hefur líka skapað sér nafn sem öflugur CrossFit þjálfari. Tikkanen bjó líka til æfingakerfið „The Training Plan“ sem hans fólk er að nota í gegnum netið. Tikkanen hefur búið í London í mörg ár og þar stofnaði hann eina af fyrstu CrossFit stöðvunum í borginni sem heitir Reebok Crossfit Thames. Tikkanen keppti í undankeppni fyrir heimsleikana 2009 og kynntist þar landa sínum Mikko Salo sem átti eftir að verða heimsmeistari í CrossFit það ár. Tikkanen komst hins vegar ekki áfram en var kominn á fullt í þjálfun í íþróttinni innan fárra ára. Tikkanen fór að vinna með Salo sem osteópati og hann kynntist Anníe þegar hún og Salo kepptu bæði í undankeppni heimsleikanna árið 2010 sem fór fram í Halmstad í Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Jami Tikkanen (@jamitikkanen) Tikkanen hefur sagt frá því að hann sá Anníe keppa á sínum fyrstu heimsleikum árið 2009 og sá þá mikla hæfileika og mikið tækifæri til að bæta sig því hún var þá mjög hrá enda nýbyrjuð að æfa íþróttina. Anníe Mist kom inn í CrossFit íþróttina eftir að keppt í fimleikum og stangarstökki auk þess að vera í Bootcamp æfingum. Tikkanen sagði frá því hvernig hann kynnti sig fyrir Anníe á sínum tíma. „Ég sagði við hana: Þú getur unnið heimsleikana en þú þarft hjálp. Ég held að ég geti hjálpað þér,“ rifjaði Jami Tikkanen í hlaðvarpsþættinum „The Freak Speech“ á sínum tíma. Anníe Mist varð í öðru sæti á fyrstu leikunum með Tikkanen sem þjálfara en varð síðan fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í röð, 2011 og 2012. „Öll árin hafa verið þannig að ég þurfti að vaxa sem þjálfari. Ef ég myndi ekki vaxa sem þjálfari þá gæti ég ekki boðið henni neitt. Ég var heppinn að fá að starfa með íþróttamanni á hennar getustigi svona snemma á mínum þjálfaraferli í CrossFit,“ sagði Tikkanen en hann segir Anníe vilja vita nákvæmlega af hverju hún er að gera ákveðnar æfingar. „Hún er mjög góða að fylgja æfingaáætluninni en hún vill fá að skilja það. Frá fyrsta degi var ég að koma með nýjar æfingar sem hún gerði og spurði mig síðan út eftir á. Ég þurfti að finna svörin og úr varð þessi fundsæla hringrás þar sem hún óx sem íþróttamaður og ég sem þjálfari,“ rifjaði Jami Tikkanen. Tikkanen segir að þessi áskorun frá Anníe að búast við einhverju nýju á hverju ári hafi gert hann að betri þjálfara og ýtt á hann að finna nýja hluti þar sem hún gæti bætt sig. Tikkanen ræðir líka það að hans markmið sé að finna bestu lausnina fyrir skjólstæðinga sína þó að það þýðir stundum að hann sé ekki með hana sjálfur heldur þurfti að leita sér aðstoðar annars staðar. „Ég verð að setja mitt egó til hliðar og leita að réttu lausninni. Það er auðvelt fyrir þjálfara að reyna að gera sig ómissandi fyrir íþróttamanninn en ég vil frekar að ég skipti íþróttamanninn nánast engu máli og vera síðan alltaf til staðar þegar þau þurfa á mér að halda. Það kallar á það að þú leitir til annarra sérfræðinga,“ sagði Tikkanen í hlaðvarpsþættinum. Þegar Anníe vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil þá fékk Tikkanen góða menn til að þjálfa hana sérstaklega í fimaleikahlutanum annars vegar og í lyftingunum hins vegar. View this post on Instagram A post shared by Jami Tikkanen (@jamitikkanen) Það má sjá Jami Tikkanen með þeim Anníe og Katrínu Tönju í þessu myndbandi hér fyrir ofan en þá voru þau að undirbúa sig fyrir Rogue Invitational mótið sem var í Texas um helgina. Hér sýnir hann hvernig hann getur hjálpað sínu fólki að komast í gang þegar þau eru svolítið syfjuð á morgnanna. Það má hlusta á allan hlaðvarpsþáttinn með Jami Tikkanen hér fyrir neðan. The Freak Speech · Jami Tikkanen - Coach of Crossfit Superstars and founder of The Training Plan CrossFit Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Jami Tikkanen, tæplega fertugur Finni, þjálfar nú Anníe Mist Þórisdóttur, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrínu Tönju Davíðsdóttur þá þrjá Íslendingar sem enduðu inn á topp tíu á síðustu heimsleikum í CrossFit. Tikkanen er þekktastur fyrir frábært samstarf sitt og Anníe sem hófst árið 2010. Anníe hefur tvisvar orðið heimsmeistari á þeim tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall undir hans leiðsögn. View this post on Instagram A post shared by Jami Tikkanen (@jamitikkanen) Tikkanen er lærður osteópati og er því með mikla sérþekkingu í ein- og liðskekkjulækningum en hann hefur líka skapað sér nafn sem öflugur CrossFit þjálfari. Tikkanen bjó líka til æfingakerfið „The Training Plan“ sem hans fólk er að nota í gegnum netið. Tikkanen hefur búið í London í mörg ár og þar stofnaði hann eina af fyrstu CrossFit stöðvunum í borginni sem heitir Reebok Crossfit Thames. Tikkanen keppti í undankeppni fyrir heimsleikana 2009 og kynntist þar landa sínum Mikko Salo sem átti eftir að verða heimsmeistari í CrossFit það ár. Tikkanen komst hins vegar ekki áfram en var kominn á fullt í þjálfun í íþróttinni innan fárra ára. Tikkanen fór að vinna með Salo sem osteópati og hann kynntist Anníe þegar hún og Salo kepptu bæði í undankeppni heimsleikanna árið 2010 sem fór fram í Halmstad í Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Jami Tikkanen (@jamitikkanen) Tikkanen hefur sagt frá því að hann sá Anníe keppa á sínum fyrstu heimsleikum árið 2009 og sá þá mikla hæfileika og mikið tækifæri til að bæta sig því hún var þá mjög hrá enda nýbyrjuð að æfa íþróttina. Anníe Mist kom inn í CrossFit íþróttina eftir að keppt í fimleikum og stangarstökki auk þess að vera í Bootcamp æfingum. Tikkanen sagði frá því hvernig hann kynnti sig fyrir Anníe á sínum tíma. „Ég sagði við hana: Þú getur unnið heimsleikana en þú þarft hjálp. Ég held að ég geti hjálpað þér,“ rifjaði Jami Tikkanen í hlaðvarpsþættinum „The Freak Speech“ á sínum tíma. Anníe Mist varð í öðru sæti á fyrstu leikunum með Tikkanen sem þjálfara en varð síðan fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í röð, 2011 og 2012. „Öll árin hafa verið þannig að ég þurfti að vaxa sem þjálfari. Ef ég myndi ekki vaxa sem þjálfari þá gæti ég ekki boðið henni neitt. Ég var heppinn að fá að starfa með íþróttamanni á hennar getustigi svona snemma á mínum þjálfaraferli í CrossFit,“ sagði Tikkanen en hann segir Anníe vilja vita nákvæmlega af hverju hún er að gera ákveðnar æfingar. „Hún er mjög góða að fylgja æfingaáætluninni en hún vill fá að skilja það. Frá fyrsta degi var ég að koma með nýjar æfingar sem hún gerði og spurði mig síðan út eftir á. Ég þurfti að finna svörin og úr varð þessi fundsæla hringrás þar sem hún óx sem íþróttamaður og ég sem þjálfari,“ rifjaði Jami Tikkanen. Tikkanen segir að þessi áskorun frá Anníe að búast við einhverju nýju á hverju ári hafi gert hann að betri þjálfara og ýtt á hann að finna nýja hluti þar sem hún gæti bætt sig. Tikkanen ræðir líka það að hans markmið sé að finna bestu lausnina fyrir skjólstæðinga sína þó að það þýðir stundum að hann sé ekki með hana sjálfur heldur þurfti að leita sér aðstoðar annars staðar. „Ég verð að setja mitt egó til hliðar og leita að réttu lausninni. Það er auðvelt fyrir þjálfara að reyna að gera sig ómissandi fyrir íþróttamanninn en ég vil frekar að ég skipti íþróttamanninn nánast engu máli og vera síðan alltaf til staðar þegar þau þurfa á mér að halda. Það kallar á það að þú leitir til annarra sérfræðinga,“ sagði Tikkanen í hlaðvarpsþættinum. Þegar Anníe vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil þá fékk Tikkanen góða menn til að þjálfa hana sérstaklega í fimaleikahlutanum annars vegar og í lyftingunum hins vegar. View this post on Instagram A post shared by Jami Tikkanen (@jamitikkanen) Það má sjá Jami Tikkanen með þeim Anníe og Katrínu Tönju í þessu myndbandi hér fyrir ofan en þá voru þau að undirbúa sig fyrir Rogue Invitational mótið sem var í Texas um helgina. Hér sýnir hann hvernig hann getur hjálpað sínu fólki að komast í gang þegar þau eru svolítið syfjuð á morgnanna. Það má hlusta á allan hlaðvarpsþáttinn með Jami Tikkanen hér fyrir neðan. The Freak Speech · Jami Tikkanen - Coach of Crossfit Superstars and founder of The Training Plan
CrossFit Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira