Hendo vill að Suárez fái góðar móttökur á Anfield í kvöld en ekki fyrr en eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:30 Jordan Henderson og Luis Suarez fagna saman marki með Liverpool. EPA/PETER POWELL Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, talaði vel um Luis Suárez á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Atlético Madrid í Meistaradeildinni sem fer fram á Anfield í kvöld. Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira