„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:05 Ólöf Tara hefur ýmislegt við viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson að athuga. En segir hins vegar að fólk þurfi að fá að komast aftur inn í samfélagið. Vísir Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í gær og í morgun eftir umfjöllun og viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við Þóri Sæmundsson sem var á sínum tíma rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Þar kom fram að eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu. Spurt var hvort hann eigi afturkvæmt í íslenskt samfélag. Margir sýndu Þóri samkennd á samfélagsmiðlum en á móti stigu einnig margir fram einkum á Twitter sem gagnrýndu Kveik fyrir að tala við geranda. Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona í Öfgum segir gagnrýnina skiljanlega. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál, en þurfum líka að taka inn í myndina að þolendum hefur verið útskúfað í tugi ára. Margir hafa ekki átt afturkvæmt inn í samfélagið. Hún segir að þolendur þurfi að fá sviðið núna. „Mér finnst kominn tími til að við gefum þolendum rými. Þetta er ekki endilega rétti tíminn til að opna á svona umræðu, þ.e. þegar það er ekki komið meira jafnvægi á umræðuna því þolendur ofbeldis liggja ennþá undir höggi,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þá að það eigi ekki að tala við gerendur í fjölmiðlum svarar Ólöf. „Við viljum auðvitað geta byggt upp samfélag þar sem fólk sem brýtur af sér komist aftur inn í samfélagið. En að okkar mati þarf gerandinn að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun svo hann eigi afturkvæmt. En það er ekki þar með sagt að hafir þú brotið á annarri manneskju að þú fáir forréttindin þín líka til baka. Það þarf að vega líka á móti umfjöllun hver áhrifin eru á þolendur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir báðum vinklum,“ segir Ólöf. Hún veltir fyrir sér hvort Vinnumálastofnun eigi mögulega að bjóða upp á úrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér og á erfitt uppdráttar í samfélaginu eftir það. „Hvernig getum við nálgast svona mál á faglegan hátt? Væri kannski sniðugt að bjóða upp á eitthvað endurhæfingarprógram fyrir menn eða konur sem brjóta svona af sér. Þar sem fólk fær tækifæri til betrunar,“ segir Ólöf Tara. Kynferðisofbeldi Jafnréttismál MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í gær og í morgun eftir umfjöllun og viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við Þóri Sæmundsson sem var á sínum tíma rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Þar kom fram að eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu. Spurt var hvort hann eigi afturkvæmt í íslenskt samfélag. Margir sýndu Þóri samkennd á samfélagsmiðlum en á móti stigu einnig margir fram einkum á Twitter sem gagnrýndu Kveik fyrir að tala við geranda. Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona í Öfgum segir gagnrýnina skiljanlega. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál, en þurfum líka að taka inn í myndina að þolendum hefur verið útskúfað í tugi ára. Margir hafa ekki átt afturkvæmt inn í samfélagið. Hún segir að þolendur þurfi að fá sviðið núna. „Mér finnst kominn tími til að við gefum þolendum rými. Þetta er ekki endilega rétti tíminn til að opna á svona umræðu, þ.e. þegar það er ekki komið meira jafnvægi á umræðuna því þolendur ofbeldis liggja ennþá undir höggi,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þá að það eigi ekki að tala við gerendur í fjölmiðlum svarar Ólöf. „Við viljum auðvitað geta byggt upp samfélag þar sem fólk sem brýtur af sér komist aftur inn í samfélagið. En að okkar mati þarf gerandinn að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun svo hann eigi afturkvæmt. En það er ekki þar með sagt að hafir þú brotið á annarri manneskju að þú fáir forréttindin þín líka til baka. Það þarf að vega líka á móti umfjöllun hver áhrifin eru á þolendur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir báðum vinklum,“ segir Ólöf. Hún veltir fyrir sér hvort Vinnumálastofnun eigi mögulega að bjóða upp á úrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér og á erfitt uppdráttar í samfélaginu eftir það. „Hvernig getum við nálgast svona mál á faglegan hátt? Væri kannski sniðugt að bjóða upp á eitthvað endurhæfingarprógram fyrir menn eða konur sem brjóta svona af sér. Þar sem fólk fær tækifæri til betrunar,“ segir Ólöf Tara.
Kynferðisofbeldi Jafnréttismál MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01