Klopp um kvöldið: Hafa aldrei spilað vinalegan leik síðan Simeone tók við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 14:01 Það hefur verið mikið fjör og nóg af mörkum í síðustu leikjunum á milli liða Diego Simeone og Jürgen Klopp. Þeir tveir eru ekki alltof góðir vinir heldur. Getty/Baldesca Samper Það fór ekkert alltof vel á með knattspyrnustjórnunum Jürgen Klopp og Diego Simeone eftir síðasta leik Liverpool og Atletico og nú var það staðfest fyrir leik að þeir munu ekki takast í hendur eftir leik liðanna í kvöld. Enn meiri olía á eldinn sem logaði vel fyrir. Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Sjá meira
Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Sjá meira