Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2021 09:44 Rust var teki upp á Bonanza Creek búgarðinum í Nýju Mexíkó. AP/Jae C. Hong Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. Hannah Gutierrez Reed, vopnavörðurinn, segist hafa skoðað byssuna og segist ekki vita hvernig byssukúla rataði í hana. „Hver setti hana þarna og af hverju er lykilspurningin,“ sagði Gutierrez Reed í yfirlýsingu sem lögmaður hennar sendi út í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni segir að hún hafi haft byssurnar læstar í skáp og þar hafi þær verið í hádegishléinu þann 21. október þegar Hutchins var skotin. Sjá einnig: Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins „Hannah gerði allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi á tökustað,“ segir í yfirlýsingunni samkvæmt AP fréttaveitunni. „Hún skoðaði skotin sem hún setti í byssurnar þennan dag. Hún skoðaði alltaf skotin.“ Þar segir einnig að hún hafi sýnt David Halls, aðstoðarleikstjóra Rust, byssuna og skotin sem hafi verið í henni áður en hann tók við henni. Halyna Hutchins dó þegar skot hljóp af úr byssu við tökur kvikmyndarinnar Rust.Getty/Mostafa Bassim Halls rétti Baldwin byssuna og tilkynnti að hún væri óhlaðin. Þegar leikarinn var svo að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Sjá einnig: Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Guttierrez Reed hefur áður sagt að hún viti ekki hvaðan skotið kom en samkvæmt reglum á tökustöðum vestanhafs og víðar eru hefðbundin skot bönnuð. Fógetinn í Santa Fe hefur sagt að um fimm hundruð skot hafi fundist á tökustað. Þar hafi bæði verið um að ræða púðurskot, gerviskot og skot sem talin eru vera hefðbundin. Sjá einnig: Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógetinn hefur sömuleiðis sagt að vísbendingar hafi fundist um að starfsmenn Rust hafi farið gáleysislega með öryggisreglur. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Hannah Gutierrez Reed, vopnavörðurinn, segist hafa skoðað byssuna og segist ekki vita hvernig byssukúla rataði í hana. „Hver setti hana þarna og af hverju er lykilspurningin,“ sagði Gutierrez Reed í yfirlýsingu sem lögmaður hennar sendi út í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni segir að hún hafi haft byssurnar læstar í skáp og þar hafi þær verið í hádegishléinu þann 21. október þegar Hutchins var skotin. Sjá einnig: Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins „Hannah gerði allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi á tökustað,“ segir í yfirlýsingunni samkvæmt AP fréttaveitunni. „Hún skoðaði skotin sem hún setti í byssurnar þennan dag. Hún skoðaði alltaf skotin.“ Þar segir einnig að hún hafi sýnt David Halls, aðstoðarleikstjóra Rust, byssuna og skotin sem hafi verið í henni áður en hann tók við henni. Halyna Hutchins dó þegar skot hljóp af úr byssu við tökur kvikmyndarinnar Rust.Getty/Mostafa Bassim Halls rétti Baldwin byssuna og tilkynnti að hún væri óhlaðin. Þegar leikarinn var svo að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Sjá einnig: Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Guttierrez Reed hefur áður sagt að hún viti ekki hvaðan skotið kom en samkvæmt reglum á tökustöðum vestanhafs og víðar eru hefðbundin skot bönnuð. Fógetinn í Santa Fe hefur sagt að um fimm hundruð skot hafi fundist á tökustað. Þar hafi bæði verið um að ræða púðurskot, gerviskot og skot sem talin eru vera hefðbundin. Sjá einnig: Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógetinn hefur sömuleiðis sagt að vísbendingar hafi fundist um að starfsmenn Rust hafi farið gáleysislega með öryggisreglur.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45