Enn halda jöklar áfram að hopa og rýrna Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 10:45 Lesið af leysingarstiku á hábungu Hofsjökuls. Veðurstofa Íslands/Bergur Einarsson Veruleg leysing var á Hofsjökli á liðnu sumri og þá einkum á norðanverðum jöklinum. Þegar fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru þangað í leiðangur dagana 19. til 22. október stóðu stikur einum til tveimur metrum hærra upp úr snjó og ís en algengast er. Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu 30 ára. Að sögn Veðurstofunnar kemur þetta ekki á óvart í ljósi hlýinda á liðnu sumri, einkum í júlí og ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var til dæmis 10,6 stig í ágúst sem er 3,4 stigum yfir 30 ára meðaltali. Þá var sumarið óvenju sólríkt á Norðurlandi og getur það skýrt hina miklu leysingu, sem mældist á norðanverðum jöklinum. Afkoma Hofsjökuls hefur nú verið mæld árlega frá árinu 1989. Á þessum 33 árum hefur ársafkoman mælst neikvæð, það er þegar jökulinn rýrnar, í 28 skipti en jákvæð aðeins 5 sinnum. Jökulárið 2020 til 2021 reyndist hið áttunda lakasta í röðinni og hefur því sjö sinnum mælst meiri árleg rýrnun jökulsins. Hefur Hofsjökull nú tapað tæpum 15% af rúmmáli sínu frá upphafi árlegra mælinga. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Leysing 15 prósent umfram meðaltal Í vorferð á Hofsjökul mældist vetrarafkoma að jafnaði 1,5 metri (vatnsgildi), um 5% undir 30 ára meðaltali áranna 1991 til 2020. Sumarafkoma mældist að jafnaði −2,4 metrar (vatnsgildi), sem samsvarar því að leysing hafi verið um 15% umfram meðaltal mælt á stikum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því aðeins er mælt í 20 punktum á jökli sem er rúmir 800 km2 að flatarmáli. Að sögn Veðurstofunnar náði Hofsjökull yfir hæðarbilið 650 til 1.790 metra og er því verulegur munur á afkomu sumarsins milli ákomu- og leysingarsvæða. Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 metra hæð mælist snjólag vetrarins yfirleitt 4 til 7 metra þykkt að vori og þynnist það um 1 til 2 metra yfir sumartímann vegna leysingar og þjöppunar. Á leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1 til 3 metrar af vetrarsnjó og kemur þá jökulís fram undan snjónum; síðan bráðna 1 til 5 metrar íss seinni hluta sumars. Þar er snjóbráðnun og ísbráðnun lögð saman til að fá heildartölu um sumarafkomu. Mælt er á þremur ísasviðum á jöklinum, sem samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli hans. Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu 30 ára. Að sögn Veðurstofunnar kemur þetta ekki á óvart í ljósi hlýinda á liðnu sumri, einkum í júlí og ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var til dæmis 10,6 stig í ágúst sem er 3,4 stigum yfir 30 ára meðaltali. Þá var sumarið óvenju sólríkt á Norðurlandi og getur það skýrt hina miklu leysingu, sem mældist á norðanverðum jöklinum. Afkoma Hofsjökuls hefur nú verið mæld árlega frá árinu 1989. Á þessum 33 árum hefur ársafkoman mælst neikvæð, það er þegar jökulinn rýrnar, í 28 skipti en jákvæð aðeins 5 sinnum. Jökulárið 2020 til 2021 reyndist hið áttunda lakasta í röðinni og hefur því sjö sinnum mælst meiri árleg rýrnun jökulsins. Hefur Hofsjökull nú tapað tæpum 15% af rúmmáli sínu frá upphafi árlegra mælinga. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Leysing 15 prósent umfram meðaltal Í vorferð á Hofsjökul mældist vetrarafkoma að jafnaði 1,5 metri (vatnsgildi), um 5% undir 30 ára meðaltali áranna 1991 til 2020. Sumarafkoma mældist að jafnaði −2,4 metrar (vatnsgildi), sem samsvarar því að leysing hafi verið um 15% umfram meðaltal mælt á stikum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því aðeins er mælt í 20 punktum á jökli sem er rúmir 800 km2 að flatarmáli. Að sögn Veðurstofunnar náði Hofsjökull yfir hæðarbilið 650 til 1.790 metra og er því verulegur munur á afkomu sumarsins milli ákomu- og leysingarsvæða. Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 metra hæð mælist snjólag vetrarins yfirleitt 4 til 7 metra þykkt að vori og þynnist það um 1 til 2 metra yfir sumartímann vegna leysingar og þjöppunar. Á leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1 til 3 metrar af vetrarsnjó og kemur þá jökulís fram undan snjónum; síðan bráðna 1 til 5 metrar íss seinni hluta sumars. Þar er snjóbráðnun og ísbráðnun lögð saman til að fá heildartölu um sumarafkomu. Mælt er á þremur ísasviðum á jöklinum, sem samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli hans.
Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30
Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01