Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. nóvember 2021 21:49 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Stöð 2 Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira