„Þessu rugli verður að linna“ Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2021 12:15 Jón Bjarni veitingamaður er afar ósáttur við þær breytingar sem Svandís kynnti í dag. Hann segir að veitingageiranum sé ætíð ætlað að taka skellinn án þess að nokkur rök hnígi til þess. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann. „Þetta er nú meira helvítis ruglið,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Hann segist spurður hafa heyrt lauslega í kollegum sínum sumum eftir að Svandís Svavarsdóttir kynnti nýjar sóttvarnarreglur. Þeir eru allir með böggum hildar. Þetta sé Groundhog Day, með vísan til kvikmyndarinnar frægu þar sem persóna sem Bill Murray vaknaði stöðugt til sama dagsins, aftur og aftur. Sjónum alltaf beint að veitingageiranum „Öllum óvörum (eða þannig) ákváðu Svandís og Þórólfur að endurnýta sömu reglur og hafa verið nýttar aftur og aftur. Ef smituðum fjölgar þá þarf að stytta opnunartíma bara og skemmtistaða - röksemdin er sú að þetta hafi virkað áður. Núna er það réttlætt með því að hópsmit kom upp á kareókíkvöldi á Akranesi,“ segir Jón Bjarni háðskur. Honum þykir ekki mikið vit í upplegginu en nú er búið að kynna þríeykið Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Víði Reynisson hjá Almannavörnum og Ölmu Möller landlækni til leiks á ný. Jón Bjarni fer yfir það sem honum þykir ekki fá staðist. Hann segir vandamálið ekki byggt á neinu öðru en einhverju sem þeim finnst að virki. „Miðbær Reykjavikur er búinn að vera stútfullur af fólki núna í 2 mánuði. Það breytist nákvæmmlega ekkert með styttri opnunartíma annað en það að fólk mætir fyrr á staðinn - það gerir það nákvæmlega sama og áður. Það er nefnilega nánast enginn munur á því að vera fullur á bar klukkan 11 og klukkan 1. Jafnvel enginn.“ Starfsemi fjölda fyrirtækja kryppluð Honum þykir skjóta skökku við að alltaf skuli horft til veitingageirans og næturlífsins í þessum efnum, það sé fyrsta og síðasta ráðið í vopnabúri sóttvarnaryfirvalda. Og spyr hvort það geti verið að mannmargir viðburðir á borð við árshátíðir og annað sem eru ýta upp þessum tölum yfir smitaða núna? „Getur það verið að þetta sé að eiga sér stað í skólum landsins? Enn og aftur þá virðast stjórnvöld einfaldlega skauta framhjá meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og kryppla starfsemi fjölda fyrirtækja, sem hafa núna í næstum 2 ár þurft að halda sér lifandi á styrkjum og peningum eigenda sinna. Styrkjum sem nota bene eru ekki lengur i boði, bætir Jón Bjarni við. „Meðalhóf væri til dæmis að hafa opnunartíma óbreyttan en banna það að fólk sé ofan í ókunnugu fólki, meðalhóf væri að skylda fólk til þess að sitja í sætum sínum. Þetta er einfaldlega þvæla að gera þetta svona,“ segir Jón Bjarni og er ókátur. Ráðvilltir ráðamenn Jón Bjarni vill ganga svo langt að segja ráðamenn fólk sem viti ekki hvað það er að gera. Það sé ekkert sem heiti orsök og afleiðing í þeirra huga. „Allir skemmtistaður hafa verið fullir af fólki í fleiri vikur. Varð þessi veira allt í einu meira smitandi á djamminu þeagr mátti vera opið framyfir miðnætti?“ Jón Bjarni heldur að menn séu einkar sárir nú vegna þess að þeir héldu og gengu út frá því að þetta væri búið. Nú hefur verið ráðið í allar stöður, á allar vaktir. "„Búið að fullráða þannig að höggið er einkar þungt núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Þetta er nú meira helvítis ruglið,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Hann segist spurður hafa heyrt lauslega í kollegum sínum sumum eftir að Svandís Svavarsdóttir kynnti nýjar sóttvarnarreglur. Þeir eru allir með böggum hildar. Þetta sé Groundhog Day, með vísan til kvikmyndarinnar frægu þar sem persóna sem Bill Murray vaknaði stöðugt til sama dagsins, aftur og aftur. Sjónum alltaf beint að veitingageiranum „Öllum óvörum (eða þannig) ákváðu Svandís og Þórólfur að endurnýta sömu reglur og hafa verið nýttar aftur og aftur. Ef smituðum fjölgar þá þarf að stytta opnunartíma bara og skemmtistaða - röksemdin er sú að þetta hafi virkað áður. Núna er það réttlætt með því að hópsmit kom upp á kareókíkvöldi á Akranesi,“ segir Jón Bjarni háðskur. Honum þykir ekki mikið vit í upplegginu en nú er búið að kynna þríeykið Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Víði Reynisson hjá Almannavörnum og Ölmu Möller landlækni til leiks á ný. Jón Bjarni fer yfir það sem honum þykir ekki fá staðist. Hann segir vandamálið ekki byggt á neinu öðru en einhverju sem þeim finnst að virki. „Miðbær Reykjavikur er búinn að vera stútfullur af fólki núna í 2 mánuði. Það breytist nákvæmmlega ekkert með styttri opnunartíma annað en það að fólk mætir fyrr á staðinn - það gerir það nákvæmlega sama og áður. Það er nefnilega nánast enginn munur á því að vera fullur á bar klukkan 11 og klukkan 1. Jafnvel enginn.“ Starfsemi fjölda fyrirtækja kryppluð Honum þykir skjóta skökku við að alltaf skuli horft til veitingageirans og næturlífsins í þessum efnum, það sé fyrsta og síðasta ráðið í vopnabúri sóttvarnaryfirvalda. Og spyr hvort það geti verið að mannmargir viðburðir á borð við árshátíðir og annað sem eru ýta upp þessum tölum yfir smitaða núna? „Getur það verið að þetta sé að eiga sér stað í skólum landsins? Enn og aftur þá virðast stjórnvöld einfaldlega skauta framhjá meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og kryppla starfsemi fjölda fyrirtækja, sem hafa núna í næstum 2 ár þurft að halda sér lifandi á styrkjum og peningum eigenda sinna. Styrkjum sem nota bene eru ekki lengur i boði, bætir Jón Bjarni við. „Meðalhóf væri til dæmis að hafa opnunartíma óbreyttan en banna það að fólk sé ofan í ókunnugu fólki, meðalhóf væri að skylda fólk til þess að sitja í sætum sínum. Þetta er einfaldlega þvæla að gera þetta svona,“ segir Jón Bjarni og er ókátur. Ráðvilltir ráðamenn Jón Bjarni vill ganga svo langt að segja ráðamenn fólk sem viti ekki hvað það er að gera. Það sé ekkert sem heiti orsök og afleiðing í þeirra huga. „Allir skemmtistaður hafa verið fullir af fólki í fleiri vikur. Varð þessi veira allt í einu meira smitandi á djamminu þeagr mátti vera opið framyfir miðnætti?“ Jón Bjarni heldur að menn séu einkar sárir nú vegna þess að þeir héldu og gengu út frá því að þetta væri búið. Nú hefur verið ráðið í allar stöður, á allar vaktir. "„Búið að fullráða þannig að höggið er einkar þungt núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira