Fórnarkostnaður umræðunnar Sindri Þór Hilmars- og Sigríðarson skrifar 5. nóvember 2021 16:00 Þórir, Kveikur og pælingar Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi. Allt frá skotgrafahernaði til persónulegra áverka Umræðan er öll komin í skotgrafir, fullkomlega pólaríseruð og þannig ólíkleg til að nálgast einhverskonar vitræna niðurstöðu. Fremur en að einhverskonar samtal sé að eiga sér stað þá virðist fólk forherðast í skoðunum sínum og vaða þannig áfram á hnefunum. Með máli Þóris eru svo gerendur og ötult stuðningsfólk þeirra komin með glænýtt vopn í kassann sem þau munu vafalaust nýta óspart, svona ef marka má ofgnótt vísana í hundinn Lúkas og ónefnda tjaldhæla. Ég bíð „spenntur“ eftir næsta máli sem kemst í umræðuna, hvar þolendur verða líklega sakaðir um að leggja gildrur fyrir gerendur sína. En síðast og alls ekki síst, því þetta er það versta, er fjöldinn allur af þolendum þarna úti sem líða miklar kvalir þessa dagana í kjölfar þáttarins og umræðunnar sem fylgir. „Ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi“ Mál á borð við þau sem Þórir hefur gengist við og sem konur hafa komið fram og lýst í samskiptum sínum við hann eru ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi. Myndarlegur "eldri" karlmaður sem í krafti útlits eðs frægðar eða stöðu eða ríkidæmis sjarmerar til sín stúlkur á aldrinum 15 - 16 - 17 ára. Engin lög eru brotin og karlmennirnir labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist, tilbúnir í leitina að þeirri næstu. En stúlkurnar sitja eftir, gjarnan með stærðarinnar andlegan áverka; brotið traust, afar neikvæða kynferðislega upplifun á mesta mótunarskeiði kynþroskans, skömm og „leyndarmál“ sem þær þora gjarnan ekki að deila með öðrum, sem og möguleikann á stríðni, einelti og útskúfun ef upp kemst um málið meðal jafnaldra. Í tilvikum sem þessum er sjaldnast um eiginlegt lögbrot að ræða því samkvæmt íslenskum lögum er einstaklingur talinn hæfur til að samþykkja kynlíf við 15 ára aldur. En það sem er löglegt er ekki alltaf eðlilegt, gott eða siðferðislega réttlætanlegt. Flest fullorðið fólk þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að einhverstaðar er pottur brotinn þegar barn stundar kynlíf með einstaklingi sem gæti verið foreldri þess. Svona lýsir Jófríður Skaftadóttir samskiptum sínum við Þóri Sæmundsson í viðtali við Stundina, en hún og Þórir sváfu saman þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hann þá 36 ára gamall: „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst.“ Lólíturnar og mannorðsmorðin Opni þolendur frétta- eða samfélagsmiðla þessa dagana; þolendur sem margir hverjir hafa sjálfir upplifað atvinnu- og ærumissi og útskúfun í kjölfar sinna atvika, mætir þeim flóðbylgja ummæla hvar fólk hellir úr hjartanu allri sinni samúð yfir vesalings Þóri, kallar eftir úrræðum og aðstoð til handa aumingja manninum, býður honum jafnvel vinnu. Á sama tíma hella þau úr skálum reiði sinnar yfir stúlkurnar, „lólíturnar“ sem tældu blásaklausan manninn og höfðu þannig af honum lífsviðurværið og æruna. Gerandinn er orðinn þolandi og þolendur eru orðnir gerendur. Gaslýsingin er fullkomnuð! Ég segi gaslýsing því auðvitað var þetta ekki svo. Þarna voru ungar konur - stúlkubörn - settar í aðstæður sem þær hafa takmarkaða, ef nokkra reynslu eða þekkingu til að ráða við, af manni í yfirburðastöðu svo valdaójafnvægið er óumdeilanlegt. Vitnum aftur í Jófríði: „Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Á þessa þolendur – börn – vill hávær hluti samfélagsins setja alla ábyrgð á því sem átti sér stað. Er það nema von að þolendum svíði þessa dagana. Jófríður segir að viðtal Kveiks við Þóri, viðtal sem þjónaði akkúrat engum tilgangi, og þessi háværu viðbrögð séu eins og hlandblaut tuska í andlitið á þolendum. Ég held ég geti ekki orðað það neitt betur. Höfundur er markaðsstjóri og baráttumaður gegn nauðgunarmenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Þóris Sæmundssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þórir, Kveikur og pælingar Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi. Allt frá skotgrafahernaði til persónulegra áverka Umræðan er öll komin í skotgrafir, fullkomlega pólaríseruð og þannig ólíkleg til að nálgast einhverskonar vitræna niðurstöðu. Fremur en að einhverskonar samtal sé að eiga sér stað þá virðist fólk forherðast í skoðunum sínum og vaða þannig áfram á hnefunum. Með máli Þóris eru svo gerendur og ötult stuðningsfólk þeirra komin með glænýtt vopn í kassann sem þau munu vafalaust nýta óspart, svona ef marka má ofgnótt vísana í hundinn Lúkas og ónefnda tjaldhæla. Ég bíð „spenntur“ eftir næsta máli sem kemst í umræðuna, hvar þolendur verða líklega sakaðir um að leggja gildrur fyrir gerendur sína. En síðast og alls ekki síst, því þetta er það versta, er fjöldinn allur af þolendum þarna úti sem líða miklar kvalir þessa dagana í kjölfar þáttarins og umræðunnar sem fylgir. „Ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi“ Mál á borð við þau sem Þórir hefur gengist við og sem konur hafa komið fram og lýst í samskiptum sínum við hann eru ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi. Myndarlegur "eldri" karlmaður sem í krafti útlits eðs frægðar eða stöðu eða ríkidæmis sjarmerar til sín stúlkur á aldrinum 15 - 16 - 17 ára. Engin lög eru brotin og karlmennirnir labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist, tilbúnir í leitina að þeirri næstu. En stúlkurnar sitja eftir, gjarnan með stærðarinnar andlegan áverka; brotið traust, afar neikvæða kynferðislega upplifun á mesta mótunarskeiði kynþroskans, skömm og „leyndarmál“ sem þær þora gjarnan ekki að deila með öðrum, sem og möguleikann á stríðni, einelti og útskúfun ef upp kemst um málið meðal jafnaldra. Í tilvikum sem þessum er sjaldnast um eiginlegt lögbrot að ræða því samkvæmt íslenskum lögum er einstaklingur talinn hæfur til að samþykkja kynlíf við 15 ára aldur. En það sem er löglegt er ekki alltaf eðlilegt, gott eða siðferðislega réttlætanlegt. Flest fullorðið fólk þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að einhverstaðar er pottur brotinn þegar barn stundar kynlíf með einstaklingi sem gæti verið foreldri þess. Svona lýsir Jófríður Skaftadóttir samskiptum sínum við Þóri Sæmundsson í viðtali við Stundina, en hún og Þórir sváfu saman þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hann þá 36 ára gamall: „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst.“ Lólíturnar og mannorðsmorðin Opni þolendur frétta- eða samfélagsmiðla þessa dagana; þolendur sem margir hverjir hafa sjálfir upplifað atvinnu- og ærumissi og útskúfun í kjölfar sinna atvika, mætir þeim flóðbylgja ummæla hvar fólk hellir úr hjartanu allri sinni samúð yfir vesalings Þóri, kallar eftir úrræðum og aðstoð til handa aumingja manninum, býður honum jafnvel vinnu. Á sama tíma hella þau úr skálum reiði sinnar yfir stúlkurnar, „lólíturnar“ sem tældu blásaklausan manninn og höfðu þannig af honum lífsviðurværið og æruna. Gerandinn er orðinn þolandi og þolendur eru orðnir gerendur. Gaslýsingin er fullkomnuð! Ég segi gaslýsing því auðvitað var þetta ekki svo. Þarna voru ungar konur - stúlkubörn - settar í aðstæður sem þær hafa takmarkaða, ef nokkra reynslu eða þekkingu til að ráða við, af manni í yfirburðastöðu svo valdaójafnvægið er óumdeilanlegt. Vitnum aftur í Jófríði: „Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Á þessa þolendur – börn – vill hávær hluti samfélagsins setja alla ábyrgð á því sem átti sér stað. Er það nema von að þolendum svíði þessa dagana. Jófríður segir að viðtal Kveiks við Þóri, viðtal sem þjónaði akkúrat engum tilgangi, og þessi háværu viðbrögð séu eins og hlandblaut tuska í andlitið á þolendum. Ég held ég geti ekki orðað það neitt betur. Höfundur er markaðsstjóri og baráttumaður gegn nauðgunarmenningu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar