Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar marki tímamót í öryggisgæslu á Norðurslóðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 12:12 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja varðskipið Freyju marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Vísir/Vilhelm Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum. „Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. „Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“ Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag. „Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Norðurslóðir Fjallabyggð Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum. „Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. „Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“ Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag. „Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan Norðurslóðir Fjallabyggð Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira