Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 12:07 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. „Dagleg starfsemi og þessi daglegi rekstur dugir ekki til þess að taka við covidsjúklingum. Við erum með heila legudeild undir og á meðan svo er þá eru engir aðrir sjúklingar þar. Við þurfum að draga eins mikið úr starfseminni og við mögulega getum,“ segir Guðlaug. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd færðu spítalann síðdegis í gær yfir á hættustig, en þá lágu þrír á gjörgæslu. Guðlaug segir þetta meðal annars þau áhrif að draga þurfi úr skurðaðgerðum auk þess sem heimsóknarbann hefur verið sett á. Er það ekki ákveðinn áfellisdómur yfir Landspítalanum, að það þurfi að færa hann yfir á hættustig þegar það eru aðeins þrír inniliggjandi með covid á gjörgæslu? „Þetta er alls ekki svona einfalt. Við erum með heila legudeild undir fyrir covid. Það eru núna tæplega 1200 manns sem eru í eftirliti í covid göngudeildinni hjá okkur og það þarf mannskap til að sinna því. Þessi smitsjúkdómadeild sem er lokuð er lokuð fyrir innlagnir annarra sjúklinga og það þýðir það að við þurfum að draga úr starfseminni. Þannig að nei, þetta er ekki áfellisdómur yfir Landspítala – langur vegur frá.“ Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin, og raunar sjaldan verið meiri. Guðlaug segir þetta spurningu um mönnun og fjölda hjúkrunarrýma. „Þetta stendur og fellur með að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Það þarf að styrkja heimaþjónustu, það þarf að fjölga rúmum á Landspítala sem við erum sannarlega að gera og erum að vinna að núna, að opna fleiri rúm í næstu viku, til dæmis inni á Landakoti. Allt þetta krefst fjármagns og mannskaps. Það þarf mönnun í að opna fleiri rúm, hvort sem það er á Landspítala eða á hjúkrunarheimilum,“ segir Guðlaug og bætir við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni, sérstaklega í ljósi þess að smitum fer fjölgandi og eftir því sem smitum fjölgar að þá fjölgar innlögnum á Landspítala. En við erum fyrst og fremst að reyna að bregðast við og það virðist ganga eftir að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
„Dagleg starfsemi og þessi daglegi rekstur dugir ekki til þess að taka við covidsjúklingum. Við erum með heila legudeild undir og á meðan svo er þá eru engir aðrir sjúklingar þar. Við þurfum að draga eins mikið úr starfseminni og við mögulega getum,“ segir Guðlaug. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd færðu spítalann síðdegis í gær yfir á hættustig, en þá lágu þrír á gjörgæslu. Guðlaug segir þetta meðal annars þau áhrif að draga þurfi úr skurðaðgerðum auk þess sem heimsóknarbann hefur verið sett á. Er það ekki ákveðinn áfellisdómur yfir Landspítalanum, að það þurfi að færa hann yfir á hættustig þegar það eru aðeins þrír inniliggjandi með covid á gjörgæslu? „Þetta er alls ekki svona einfalt. Við erum með heila legudeild undir fyrir covid. Það eru núna tæplega 1200 manns sem eru í eftirliti í covid göngudeildinni hjá okkur og það þarf mannskap til að sinna því. Þessi smitsjúkdómadeild sem er lokuð er lokuð fyrir innlagnir annarra sjúklinga og það þýðir það að við þurfum að draga úr starfseminni. Þannig að nei, þetta er ekki áfellisdómur yfir Landspítala – langur vegur frá.“ Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin, og raunar sjaldan verið meiri. Guðlaug segir þetta spurningu um mönnun og fjölda hjúkrunarrýma. „Þetta stendur og fellur með að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Það þarf að styrkja heimaþjónustu, það þarf að fjölga rúmum á Landspítala sem við erum sannarlega að gera og erum að vinna að núna, að opna fleiri rúm í næstu viku, til dæmis inni á Landakoti. Allt þetta krefst fjármagns og mannskaps. Það þarf mönnun í að opna fleiri rúm, hvort sem það er á Landspítala eða á hjúkrunarheimilum,“ segir Guðlaug og bætir við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni, sérstaklega í ljósi þess að smitum fer fjölgandi og eftir því sem smitum fjölgar að þá fjölgar innlögnum á Landspítala. En við erum fyrst og fremst að reyna að bregðast við og það virðist ganga eftir að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira