María Catharina gekk til liðs við Celtic frá Þór/KA í sumar en hafði ekki náð að skora í fyrstu tíu leikjum tímabilsins.
Hún bætti úr því með frábæru marki í sigri á Partick Thistle í byrjun október en markið kom á heimavelli Celtic liðsins, Penny Cars Stadium.
Markið skoraði María með föstu og hnitmiðuðu langskoti í bláhornið eftir að boltinn féll fyrir hana fyrir utan vítateiginn.
María fagnaði markinu meira eins og hún væri frekar feginn en ánægð en liðsfélagarnir voru miklu ánægðari með hana.
Nú er komið í ljós að þetta frábæra mark hennar var eitt af sex fallegustu mörkunum hjá leikmanni allra Celtic liðanna í október.
María er þar að keppa við fimm karla þar á Japaninn Kyogo Furuhashi tvö mörk. Hægt að kjósa á milli markanna í samfélagsmiðlum Celtic.
Það má sjá mark Maríu og hvaða mörk eru að keppa við markið hennar í myndbandinu hér fyrir neðan.
October: Goal of the Month
— Celtic TV (@CelticTV) November 5, 2021
Pick your favourite from this lot to be in with a chance of a signed Celtic top pic.twitter.com/bgNXtzqO1D