Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 09:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þegar hann var bólusettur í Laugardalshöll fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. Tilkynnt var um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar smita innanlands á föstudag. Þann dag greindust 167 manns smitaðir af veirunni og hafa þeir ekki verið fleiri frá upphafi faraldursins. Á föstudag og laugardag greindust á bilinu níutíu til hundrað manns hvorn dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að í gær hafi fjöldinn verið töluvert yfir hundrað manns í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Enn sé þó langt í hjarðónæmi sem geti ráðið niðurlögum faraldursins. Aðeins sé staðfest að á bilinu þrettán til fjórtán þúsund manns hafi smitast af veirunni þó að sennilega hafi fleiri smitast án þess að gera sér grein fyrir því. Til þess að losna út úr Covid-ástandinu þurfi annað hvort að vera góð meðferð við veikinni til staðar eða að ná hjarðónæmi með annað hvort náttúrulegri sýkingu eða bóluefnum. Undanfarna daga hafa borist fréttir af lyfjum gegn Covid-19 sem lyfjarisarnir Merck og Pfizer eru með í þróun. Þórólfur sagðir að í ljós þyrfti að koma hvernig þau gagnist. Hvað hjarðónæmi varðaði væri það mun vænlegri kostur að ná því með bólusetningu en náttúrulegu smiti. „Hitt heldur okkur í heljargreipum í einhverja mánuði eða einhver ár, það er erfitt að segja, en allavegana langan tíma og við þurfum að halda því þannig niðri með einhverjum samfélagslegum aðgerðum þannig að það keyri ekki yfir allt. Annars getum við lent í gríðarlega miklum vandamálum ef við látum þetta bara blússa yfir samfélagið einn, tveir og þrír og gerum ekkert til að spyrna við fótum,“ sagði hann. Sjaldséðar aukaverkanir örvunarskammta Því sagðist Þórólfur binda vonir við að örvunarskammtar geti hjálpað mikið. Til stendur að hefja aftur fjöldabólusetningu ákveðinna hópa í Laugardalshöll í næstu viku og rætt hefur verið um að bjóða öllum sem vilja örvunarskammt á næsta ári. Þó að bóluefnin sem hafa verið gefin veiti öfluga vernd fyrir alvarlegum veikindum og dauðsföllum eru þau síður virk í að koma í veg fyrir smit. Þórólfur sagði erlendar rannsóknir benda til þess að örvunarskammtur auki ónæmi og að alvarlegar aukaverkefni séu afar sjaldséðar. „Aukaverkarnir eftir bólusetninguna eru miklu sjaldséðari en eftir Covid þannig að ef maður ætlar að velja á milli þess að fá Covid eða bólusetningu þá er miklu líklegra að maður fari verr út úr Covid-sýkingunni en bólusetningunni,“ sagði sóttvarnalæknir. Enn eru um ellefu prósent fólks tólf ára og eldra sem hafa ekki sinnt boðun í bólusetningu. Þórólfur segir að hluti af þeim hóp sé líklega búsettur annars staðar, aðrir séu mögulega fólk af erlendum uppruna sem sé ekki inni í umræðunni. „Svo er hópur sem vill ekki láta bólusetja sig, hvað sem tautar og raular. Danir hafa slegið á að það séu kannski fimm prósent. Við munum reyna allt sem við getum að ná í þann hóp en við vitum ekki hvernig það mun enda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. 5. nóvember 2021 18:07 Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Tilkynnt var um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar smita innanlands á föstudag. Þann dag greindust 167 manns smitaðir af veirunni og hafa þeir ekki verið fleiri frá upphafi faraldursins. Á föstudag og laugardag greindust á bilinu níutíu til hundrað manns hvorn dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að í gær hafi fjöldinn verið töluvert yfir hundrað manns í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Enn sé þó langt í hjarðónæmi sem geti ráðið niðurlögum faraldursins. Aðeins sé staðfest að á bilinu þrettán til fjórtán þúsund manns hafi smitast af veirunni þó að sennilega hafi fleiri smitast án þess að gera sér grein fyrir því. Til þess að losna út úr Covid-ástandinu þurfi annað hvort að vera góð meðferð við veikinni til staðar eða að ná hjarðónæmi með annað hvort náttúrulegri sýkingu eða bóluefnum. Undanfarna daga hafa borist fréttir af lyfjum gegn Covid-19 sem lyfjarisarnir Merck og Pfizer eru með í þróun. Þórólfur sagðir að í ljós þyrfti að koma hvernig þau gagnist. Hvað hjarðónæmi varðaði væri það mun vænlegri kostur að ná því með bólusetningu en náttúrulegu smiti. „Hitt heldur okkur í heljargreipum í einhverja mánuði eða einhver ár, það er erfitt að segja, en allavegana langan tíma og við þurfum að halda því þannig niðri með einhverjum samfélagslegum aðgerðum þannig að það keyri ekki yfir allt. Annars getum við lent í gríðarlega miklum vandamálum ef við látum þetta bara blússa yfir samfélagið einn, tveir og þrír og gerum ekkert til að spyrna við fótum,“ sagði hann. Sjaldséðar aukaverkanir örvunarskammta Því sagðist Þórólfur binda vonir við að örvunarskammtar geti hjálpað mikið. Til stendur að hefja aftur fjöldabólusetningu ákveðinna hópa í Laugardalshöll í næstu viku og rætt hefur verið um að bjóða öllum sem vilja örvunarskammt á næsta ári. Þó að bóluefnin sem hafa verið gefin veiti öfluga vernd fyrir alvarlegum veikindum og dauðsföllum eru þau síður virk í að koma í veg fyrir smit. Þórólfur sagði erlendar rannsóknir benda til þess að örvunarskammtur auki ónæmi og að alvarlegar aukaverkefni séu afar sjaldséðar. „Aukaverkarnir eftir bólusetninguna eru miklu sjaldséðari en eftir Covid þannig að ef maður ætlar að velja á milli þess að fá Covid eða bólusetningu þá er miklu líklegra að maður fari verr út úr Covid-sýkingunni en bólusetningunni,“ sagði sóttvarnalæknir. Enn eru um ellefu prósent fólks tólf ára og eldra sem hafa ekki sinnt boðun í bólusetningu. Þórólfur segir að hluti af þeim hóp sé líklega búsettur annars staðar, aðrir séu mögulega fólk af erlendum uppruna sem sé ekki inni í umræðunni. „Svo er hópur sem vill ekki láta bólusetja sig, hvað sem tautar og raular. Danir hafa slegið á að það séu kannski fimm prósent. Við munum reyna allt sem við getum að ná í þann hóp en við vitum ekki hvernig það mun enda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. 5. nóvember 2021 18:07 Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. 5. nóvember 2021 18:07
Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5. nóvember 2021 15:16