Allir leikir í efstu deildum í beinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2021 12:17 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, og Orri Hlöðversson, formaður ÍTF, undirrita hér samninginn. Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, og Sýn hafa skrifað undir tímamótasamning sem gildir til næstu fimm ára. Næsta sumar munu allir 252 leikirnir í efstu deildum karla og kvenna verða aðgengilegir í beinni útsendingu í gegnum miðla Sýnar. Einnig er í fyrsta skipti greitt sérstaklega fyrir útsendingarrétt frá efstu deild kvenna. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu ÍTF og Sýnar: TÍMAMÓTASAMNINGUR UM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla og kvenna, og fjölmiðlafyrirtækið SÝN hafa gert með sér samning um upptökur, útsendingar og almenna umfjöllun varðandi eftstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næstu fimm (5) árin, frá 2022 til ársins 2026. Samningurinn markar tímamót í nánu samstarfi aðilanna sem hefur staðið óslitið frá árinu 1997. Í kjölfarið á nýju mótafyrirkomulagi efstu deildar karla (fjölgun leikja úr 132 í 162 með úrslitakeppni sex efstu og sex neðstu liða deildarinnar) og lengingu keppnistímabilsins (frá apríl til október ár hvert) hefur ÍTF sett af stað fjölmörg verkefni sem eiga að auka áhuga á og ýta undir umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Nægir að nefna nýgerðan samning við stærstu íþróttastreymisveitur heims um útsendingar utan Íslands og í farvatninu eru ýmis önnur verkefni sem munu gjörbreyta ásýnd boltans. Ta.m. stendur til að breyta nafni og merki efstu deildar og gefa í varðandi allt markaðsstarf. Þá verður samstarfsaðilum gert hátt undir höfði með samræmdu útliti og þannig í öllu færa boltann nær því sem þekkist í nágrannalöndunum. SÝN og allir miðlar samasteypunnar taka höndum saman um að lyfta íslenskri knattspyrnu á þann sess sem hún verðskuldar. Í fyrsta skipti er greitt sérstaklega fyrir útsendingarétt frá efstu deild kvenna, allir 252 leikir karla og kvenna verða gerðir aðgengilegir í beinum útsendingum miðla SÝNAR. Þá verður það tryggt að íslenskir áskrifendur SÝNAR geta horft á leiki hvar sem þeir eru staddir í heiminum. „Við erum afskaplega ánægð með þann óbilandi áhuga og metnað sem SÝN hefur varðandi íslenskan fótbolta og þessi samningur færir okkur nær þeim stalli sem við teljum okkur eiga að vera á. Hér er sameiginlegt átak framundan og fjölmörg spennandi tækifæri til að taka enn fleiri risaskref fram á við,” sagði Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. við undirritunina. „Við erum stolt af samstarfinu. Við gerum okkar besta til að svala þorsta áhugamanna um íslenskar íþróttir. Þær eru langskemmtilegastar,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Næsta sumar munu allir 252 leikirnir í efstu deildum karla og kvenna verða aðgengilegir í beinni útsendingu í gegnum miðla Sýnar. Einnig er í fyrsta skipti greitt sérstaklega fyrir útsendingarrétt frá efstu deild kvenna. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu ÍTF og Sýnar: TÍMAMÓTASAMNINGUR UM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla og kvenna, og fjölmiðlafyrirtækið SÝN hafa gert með sér samning um upptökur, útsendingar og almenna umfjöllun varðandi eftstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næstu fimm (5) árin, frá 2022 til ársins 2026. Samningurinn markar tímamót í nánu samstarfi aðilanna sem hefur staðið óslitið frá árinu 1997. Í kjölfarið á nýju mótafyrirkomulagi efstu deildar karla (fjölgun leikja úr 132 í 162 með úrslitakeppni sex efstu og sex neðstu liða deildarinnar) og lengingu keppnistímabilsins (frá apríl til október ár hvert) hefur ÍTF sett af stað fjölmörg verkefni sem eiga að auka áhuga á og ýta undir umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Nægir að nefna nýgerðan samning við stærstu íþróttastreymisveitur heims um útsendingar utan Íslands og í farvatninu eru ýmis önnur verkefni sem munu gjörbreyta ásýnd boltans. Ta.m. stendur til að breyta nafni og merki efstu deildar og gefa í varðandi allt markaðsstarf. Þá verður samstarfsaðilum gert hátt undir höfði með samræmdu útliti og þannig í öllu færa boltann nær því sem þekkist í nágrannalöndunum. SÝN og allir miðlar samasteypunnar taka höndum saman um að lyfta íslenskri knattspyrnu á þann sess sem hún verðskuldar. Í fyrsta skipti er greitt sérstaklega fyrir útsendingarétt frá efstu deild kvenna, allir 252 leikir karla og kvenna verða gerðir aðgengilegir í beinum útsendingum miðla SÝNAR. Þá verður það tryggt að íslenskir áskrifendur SÝNAR geta horft á leiki hvar sem þeir eru staddir í heiminum. „Við erum afskaplega ánægð með þann óbilandi áhuga og metnað sem SÝN hefur varðandi íslenskan fótbolta og þessi samningur færir okkur nær þeim stalli sem við teljum okkur eiga að vera á. Hér er sameiginlegt átak framundan og fjölmörg spennandi tækifæri til að taka enn fleiri risaskref fram á við,” sagði Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. við undirritunina. „Við erum stolt af samstarfinu. Við gerum okkar besta til að svala þorsta áhugamanna um íslenskar íþróttir. Þær eru langskemmtilegastar,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira