Aldrei fundið fyrir pressu þrátt fyrir íþróttasögu fjölskyldunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 11:00 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hefur leikið sérlega vel með HK að undanförnu. vísir/vilhelm Óhætt er að fullyrða að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, sé af miklum íþróttaættum. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir pressu að ná frama á íþróttasviðinu, miklu frekar stuðning. Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti