Höfða mál eftir að hafa eignast barn með röngum fósturvísi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2021 07:52 Móðirin segir ólýsanlegt að gefa barni brjóst og tengja við það en þurfa síðan að láta það frá sér. Getty Hjón í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur tveimur fyrirtækjum sem aðstoðuðu þau við að eignast barn en þegar konan ól barnið kom í ljós að rangur fósturvísir hafði verið settur upp. Daphna og Alexander Cardinale sögðu stúlkuna sem fæddist í september árið 2019 ekki hafa líkst þeim og í kjölfar erfðarannsókna fundu þau raunverulega foreldra hennar. Konan hafði gengið með barn Cardinale-hjónanna og ákváðu foreldrarnir að skipta á börnum. Cardinale-hjónin hafa höfðað mál á hendur stofunni sem sá um frjósemisferlið og rannsóknarstofunni þar sem fósturvísar þeirra voru varðveittir. Daphna segir ómögulegt að lýsa þeim áhrifum sem málið hefur haft á fjölskylduna. „Minningar okkar af fæðingunni verða alltaf mengaðar vegna þeirrar ógeðfelldu staðreyndar að líffræðilegt barn okkar var gefið öðrum og að ég fékk ekki að halda barninu sem ég barðist fyrir að fæða í þennan heim,“ sagði hún á blaðamannafundi. Þegar stúlkan fæddist brá foreldrunum, þar sem hún var mun dekkri á hörund en þau. Heimaerfðapróf leiddu í ljós að Cardinale-hjónin voru ekki raunverulegir foreldrar hennar og að lokum fundust hjónin sem höfðu eignast dóttur þeirra um svipað leyti. Eftir nokkra fundi ákváðu pörin tvö að skiptast á börnum. „Í stað þess að gefa mínu eigin barni brjóst, gaf ég barni brjóst og myndaði við það tengsl sem ég neyddist síðan til að gefa frá mér,“ sagði Daphna. Hún sagði málið ekki síst hafa reynt á sjö ára dóttur þeirra hjóna, sem skildi ekki hvers vegna skipt var á börnunum. BBC greindi frá. Frjósemi Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Daphna og Alexander Cardinale sögðu stúlkuna sem fæddist í september árið 2019 ekki hafa líkst þeim og í kjölfar erfðarannsókna fundu þau raunverulega foreldra hennar. Konan hafði gengið með barn Cardinale-hjónanna og ákváðu foreldrarnir að skipta á börnum. Cardinale-hjónin hafa höfðað mál á hendur stofunni sem sá um frjósemisferlið og rannsóknarstofunni þar sem fósturvísar þeirra voru varðveittir. Daphna segir ómögulegt að lýsa þeim áhrifum sem málið hefur haft á fjölskylduna. „Minningar okkar af fæðingunni verða alltaf mengaðar vegna þeirrar ógeðfelldu staðreyndar að líffræðilegt barn okkar var gefið öðrum og að ég fékk ekki að halda barninu sem ég barðist fyrir að fæða í þennan heim,“ sagði hún á blaðamannafundi. Þegar stúlkan fæddist brá foreldrunum, þar sem hún var mun dekkri á hörund en þau. Heimaerfðapróf leiddu í ljós að Cardinale-hjónin voru ekki raunverulegir foreldrar hennar og að lokum fundust hjónin sem höfðu eignast dóttur þeirra um svipað leyti. Eftir nokkra fundi ákváðu pörin tvö að skiptast á börnum. „Í stað þess að gefa mínu eigin barni brjóst, gaf ég barni brjóst og myndaði við það tengsl sem ég neyddist síðan til að gefa frá mér,“ sagði Daphna. Hún sagði málið ekki síst hafa reynt á sjö ára dóttur þeirra hjóna, sem skildi ekki hvers vegna skipt var á börnunum. BBC greindi frá.
Frjósemi Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira