Rio Ferdinand hefur skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 10:31 Rio Ferdinand ræðir við Ole Gunnar Solskjaer fyrir leik hjá Manchester United. Getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand hvetur Ole Gunnar Solskjaer til að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United með höfuðið hátt í stað þess að bíða eftir því að hann fái sparkið. Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira