Þungavigtin: Börkur vill boxa við Hannes Þungavigtin skrifar 9. nóvember 2021 16:01 Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson voru í góðum gír í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Kristján Óli Sigurðsson lét vaða á súðum í nýjasta þætti Þungavigarinnar þegar talið barst að stöðu Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands í fótbolta, hjá Val. Valur fékk hollenska markvörðinn Guy Smit frá Leikni eftir síðasta tímabil og síðan þá hefur ríkt óvissa um það hvað tekur við hjá Hannesi en samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót. „Ég held að hann sé í drottningarviðtölum um allan bæ núna og upptekinn við það. Vonandi verður hann klár þann 10. nóvember þegar við byrjum að æfa,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, spurður um stöðu Hannesar í viðtali á Fótbolta.net. Hannes hefur undanfarið verið víða í viðtölum til að kynna kvikmyndina Leynilöggu sem hann leikstýrir. Ummæli hans gefa til kynna að Valsmenn séu ekki hrifnir af því að Hannes sinni öðru starfi sem kvikmyndagerðarmaður á sama tíma og hann er samningsbundinn Val. „Til hvers þetta skítkast?“ „Hann vill bara fara í hringinn og boxa við hann,“ sagði Kristján Óli um afstöðu Barkar til Hannesar, og bætti við: „Drottningarviðtölum? Til hvers þetta skítkast? Hvað gerði Hannes þeim? Hann var langbesti maður Vals í sumar. Og það er bara hjólað í hann. Börkur samdi við hann á þessum alvöru launum. Hann getur ekki pirrað sig á neinum nema sjálfum sér að hafa ákveðið að bjóða Hannesi þennan samning. Þeir voru með Anton Ara í markinu, sem er fínn markvörður og búinn að verða Íslandsmeistari þarna. Þetta er einelti og ekkert annað.“ Klippa: Þungavigtin - Staða Hannesar hjá Val Rikki G, Kristján Óli og Mikael Nikulásson ræddu málin í mynd í nýjasta þætti Þungavigtarinnar en brot úr honum má sjá hér að ofan. „Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma?“ „Er þessi pirringur hjá að því er virðist Heimi [Guðjónssyni, þjálfara Vals] og kannski Berki núna, út í Hannes, til kominn vegna þess að hann þurfti að láta kvikmyndagerðina vera með fótboltanum? Pirraði það þá að hann væri kannski á tveimur stöðum í einu?“ spurði Rikki. „Ég held að þetta hafi alla vega pirraði Heimi til að byrja með. Ég held að þetta hafi ekki pirrað Börk. Hannes er búinn að gera fína hluti þarna heilt yfir og skilaði þeim Íslandsmeistaratitli. Fyrsta árið hans var dapurt en Heimir var náttúrulega ekki á því tímabili. Þá fór hann í þetta fræga brúðkaup [Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur] og þóttist vera meiddur en það var ekkert að honum og svo var hann kominn í leik þremur dögum seinna,“ sagði Mikael. Mikael velti fyrir sér hvort að tökur á Leynilöggu hefðu mögulega angrað forráðamenn Vals en Kristján sagði það varla geta verið: „Síðasta haust, eftir tímabilið, var aðalupptökutímabilið á þessari mynd. Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma? Ef hann ver víti, ver fyrirgjafir, ver skot, þá bara kemur það þeim ekkert við. Vilja þeir bara vera með öryggismyndavélar heima hjá honum?“ spurði Kristján. Þáttinn má sjá í fullri lengd á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Tengdar fréttir Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00 „Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01 Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Valur fékk hollenska markvörðinn Guy Smit frá Leikni eftir síðasta tímabil og síðan þá hefur ríkt óvissa um það hvað tekur við hjá Hannesi en samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót. „Ég held að hann sé í drottningarviðtölum um allan bæ núna og upptekinn við það. Vonandi verður hann klár þann 10. nóvember þegar við byrjum að æfa,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, spurður um stöðu Hannesar í viðtali á Fótbolta.net. Hannes hefur undanfarið verið víða í viðtölum til að kynna kvikmyndina Leynilöggu sem hann leikstýrir. Ummæli hans gefa til kynna að Valsmenn séu ekki hrifnir af því að Hannes sinni öðru starfi sem kvikmyndagerðarmaður á sama tíma og hann er samningsbundinn Val. „Til hvers þetta skítkast?“ „Hann vill bara fara í hringinn og boxa við hann,“ sagði Kristján Óli um afstöðu Barkar til Hannesar, og bætti við: „Drottningarviðtölum? Til hvers þetta skítkast? Hvað gerði Hannes þeim? Hann var langbesti maður Vals í sumar. Og það er bara hjólað í hann. Börkur samdi við hann á þessum alvöru launum. Hann getur ekki pirrað sig á neinum nema sjálfum sér að hafa ákveðið að bjóða Hannesi þennan samning. Þeir voru með Anton Ara í markinu, sem er fínn markvörður og búinn að verða Íslandsmeistari þarna. Þetta er einelti og ekkert annað.“ Klippa: Þungavigtin - Staða Hannesar hjá Val Rikki G, Kristján Óli og Mikael Nikulásson ræddu málin í mynd í nýjasta þætti Þungavigtarinnar en brot úr honum má sjá hér að ofan. „Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma?“ „Er þessi pirringur hjá að því er virðist Heimi [Guðjónssyni, þjálfara Vals] og kannski Berki núna, út í Hannes, til kominn vegna þess að hann þurfti að láta kvikmyndagerðina vera með fótboltanum? Pirraði það þá að hann væri kannski á tveimur stöðum í einu?“ spurði Rikki. „Ég held að þetta hafi alla vega pirraði Heimi til að byrja með. Ég held að þetta hafi ekki pirrað Börk. Hannes er búinn að gera fína hluti þarna heilt yfir og skilaði þeim Íslandsmeistaratitli. Fyrsta árið hans var dapurt en Heimir var náttúrulega ekki á því tímabili. Þá fór hann í þetta fræga brúðkaup [Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur] og þóttist vera meiddur en það var ekkert að honum og svo var hann kominn í leik þremur dögum seinna,“ sagði Mikael. Mikael velti fyrir sér hvort að tökur á Leynilöggu hefðu mögulega angrað forráðamenn Vals en Kristján sagði það varla geta verið: „Síðasta haust, eftir tímabilið, var aðalupptökutímabilið á þessari mynd. Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma? Ef hann ver víti, ver fyrirgjafir, ver skot, þá bara kemur það þeim ekkert við. Vilja þeir bara vera með öryggismyndavélar heima hjá honum?“ spurði Kristján. Þáttinn má sjá í fullri lengd á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Tengdar fréttir Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00 „Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01 Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00
„Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01
Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01