Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. nóvember 2021 16:39 Eins og sjá má á myndinni voru öldurnar svakalegar við Reynisfjöru síðdegis og lentu fleiri en einn ferðamaður í sjónum. Leiðsögumaður telur hátt í tvö hundruð manns hafa verið í fjörunni þegar slysið varð. David Kelley Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24