Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 22:56 Frá slysstað í mars 2019. Jemal Countess/Getty Images) Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa í mars 2019. Samkvæmt samkomulaginu viðurkennir Boeing að bera ábyrgð á dauða þeirra sem létust í flugslysinu en á móti munu fjölskyldurnar ekki sækjast eftir svokölluðum refsikenndum skaðabótum (e. punitive damages) frá Boeing. Fjölskyldurnar munu geta sóst eftir bótum frá Boeing og samkvæmt samkomulaginu munu þau mál fara í gegnum bandaríska dómskerfið, en ekki dómskerfin í heimaríkjum þeirra sem létust. Er þetta talið einfalda flækjustigið fyrir fjölskyldurnar, auk þess sem að þær geta þá sótt hærri bætur en ella að því er fram kemur í frétt BBC. Mark Pegram, faðir Son Pegram sem lést í slysinu, segir að samkomulagið sé mikill áfangi því að með því viðurkenni Boeing að það beri ábyrgð á flugslysinu og geti ekki varpað henni á flugmenn vélarinnar eða Ethiopian Airlines. Sérfræðingar telka að með samkomlaginu sé líklegt að yfirmenn hjá Boeing komist hjá því að svara fyrir flugslysið í dómsal. Með því sættist Boeing þó á að greiða fullar skaðabætur 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþiópíu en nokkru áður hafði sams konar flugvél Lion Air í Indónesíu hrapað til jarðar. Flugvélarnar eru aftur komnar í loftið eftir mikla yfirferð flugmálayfirvalda á öryggi þeirra. Fréttir af flugi Boeing Eþíópía Tengdar fréttir Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00 Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa í mars 2019. Samkvæmt samkomulaginu viðurkennir Boeing að bera ábyrgð á dauða þeirra sem létust í flugslysinu en á móti munu fjölskyldurnar ekki sækjast eftir svokölluðum refsikenndum skaðabótum (e. punitive damages) frá Boeing. Fjölskyldurnar munu geta sóst eftir bótum frá Boeing og samkvæmt samkomulaginu munu þau mál fara í gegnum bandaríska dómskerfið, en ekki dómskerfin í heimaríkjum þeirra sem létust. Er þetta talið einfalda flækjustigið fyrir fjölskyldurnar, auk þess sem að þær geta þá sótt hærri bætur en ella að því er fram kemur í frétt BBC. Mark Pegram, faðir Son Pegram sem lést í slysinu, segir að samkomulagið sé mikill áfangi því að með því viðurkenni Boeing að það beri ábyrgð á flugslysinu og geti ekki varpað henni á flugmenn vélarinnar eða Ethiopian Airlines. Sérfræðingar telka að með samkomlaginu sé líklegt að yfirmenn hjá Boeing komist hjá því að svara fyrir flugslysið í dómsal. Með því sættist Boeing þó á að greiða fullar skaðabætur 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþiópíu en nokkru áður hafði sams konar flugvél Lion Air í Indónesíu hrapað til jarðar. Flugvélarnar eru aftur komnar í loftið eftir mikla yfirferð flugmálayfirvalda á öryggi þeirra.
Fréttir af flugi Boeing Eþíópía Tengdar fréttir Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00 Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48
Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19
Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00
Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31