Þingmannadætur í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir verða með íslenska landsliðinu í leik á móti Rúmeníu í dag. Skjámynd/Youtube/Karfan Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir eru staddar í Rúmeníu með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta en fram undan er leikur í kvöld á móti Rúmeníu í undankeppni EuroBasket 2023. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili. Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili.
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira