Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:52 Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. Lögregla á Suðurlandi rannsakar slysið en ung kínversk kona lést þegar hún barst út á sjó með öldu. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að tekin hafi verið skýrsla af samferðafólki konunnar í gærkvöldi. Þá sé fyrirhuguð krufning á líki hennar. Konan var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða en málið er í ferli þar innanhúss, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Getur verið betra að synda frá fjörunni Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í aðgerðastjórn vegna slyssins í gær. Hann segir aðstæður í Reynisfjöru hafa verið afar erfiðar. „Sem betur fer náðu þrír að krafla sig upp í fjöruna aftur, rennblaut, en því miður fór það svo að ein kona nær því ekki og dregst þarna út með öldunni. Þá er erfitt að koma við björgun fyrr en viðkomandi er kominn út fyrir ölduna og út á lygnan sjó. En það átta sig ekki allir á því að það getur verið betra að synda frá fjörunni heldur en að fjörunni,“ segir Jónas. Ótækt að ekki sé hægt að taka skrefið Slysið í gær er fimmta banaslysið í Reynisfjöru undanfarinn rúman áratug. Í fjörunni eru skilti sem vara við hættunni, auk björgunarhringja og fleira. Þá séu leiðsögumenn duglegir að upplýsa hópa sína. Jónas bendir hins vegar á að til hafi staðið að setja upp viðvörunarfána, blikkljós og jafnvel hlið þannig að loka mætti fjörunni þegar aðstæður eru sérstaklega slæmar. „Ferðamálaráðherra var búinn að tryggja fjármagn til að koma þessu upp og gera þetta en því miður strandaði málið á hluta landeigenda sem sem höfnuðu þessu bara. Okkur sem störfum að slysavörnum finnst auðvitað ótækt að ekki sé hægt að taka þetta skref í öryggisátt, sem væri stórt skref þarna í fjörunni,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi rannsakar slysið en ung kínversk kona lést þegar hún barst út á sjó með öldu. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að tekin hafi verið skýrsla af samferðafólki konunnar í gærkvöldi. Þá sé fyrirhuguð krufning á líki hennar. Konan var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða en málið er í ferli þar innanhúss, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Getur verið betra að synda frá fjörunni Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í aðgerðastjórn vegna slyssins í gær. Hann segir aðstæður í Reynisfjöru hafa verið afar erfiðar. „Sem betur fer náðu þrír að krafla sig upp í fjöruna aftur, rennblaut, en því miður fór það svo að ein kona nær því ekki og dregst þarna út með öldunni. Þá er erfitt að koma við björgun fyrr en viðkomandi er kominn út fyrir ölduna og út á lygnan sjó. En það átta sig ekki allir á því að það getur verið betra að synda frá fjörunni heldur en að fjörunni,“ segir Jónas. Ótækt að ekki sé hægt að taka skrefið Slysið í gær er fimmta banaslysið í Reynisfjöru undanfarinn rúman áratug. Í fjörunni eru skilti sem vara við hættunni, auk björgunarhringja og fleira. Þá séu leiðsögumenn duglegir að upplýsa hópa sína. Jónas bendir hins vegar á að til hafi staðið að setja upp viðvörunarfána, blikkljós og jafnvel hlið þannig að loka mætti fjörunni þegar aðstæður eru sérstaklega slæmar. „Ferðamálaráðherra var búinn að tryggja fjármagn til að koma þessu upp og gera þetta en því miður strandaði málið á hluta landeigenda sem sem höfnuðu þessu bara. Okkur sem störfum að slysavörnum finnst auðvitað ótækt að ekki sé hægt að taka þetta skref í öryggisátt, sem væri stórt skref þarna í fjörunni,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24