Íslenski boltinn

Valsmenn sögðust hafa rekið Hannes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Færslan eins og hún var á Twitter-síðu Vals.
Færslan eins og hún var á Twitter-síðu Vals.

Valur hefur sent frá sér tilkynningu varðandi starfslok Hannesar Þórs Halldórssonar við félagið. Valsmenn segjast hafa rekið Hannes.

Eins og Vísir greindi frá í dag hefur Valur gert starfslokasamning við Hannes. Hann lék með Val í þrjú ár.

Í fréttatilkynningu frá Val á Twitter segir að Hannes hafi hreinlega verið rekinn frá félaginu. Hannes Þór Halldórsson rekinn!! er fyrirsögnin.

„Knattspyrnufélagið Valur og Hannes Þór Halldórsson hafa undirritað samkomulag um starfslok og er Hannesi því frjálst að semja við önnur lið kjósi hann svo. Valur vill þakka Hannesi Þór fyrir góð 3 ár sem færðu félaginu m.a. einn Íslandsmeistaratitil. Hannes Þór segist kveðja leikmannahópinn með söknuði og þakkar Knattspyrnufélaginu Val fyrir samstarfið,“ segir í yfirlýsingunni.

Hannes átti eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Hann gekk í raðir liðsins fyrir tímabilið 2019.

Uppfært: Myndinni þar sem segir að Hannes hafi verið rekinn hefur nú verið breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×