Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2021 19:20 Hluti undirbúningskjörnefndar Alþingis fór öðru sinni í Borgarnes í dag til að yfirfara kjörgögn í Norðvesturkjördæmi. Stöð 2/Arnar Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. Næst komandi laugardag eru sjö vikur liðnar frá kosningum en Alþingi skal koma saman innan tíu vikna frá því kosið er samkvæmt stjórnarskrá. Aldrei áður í manna minnum hefur undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis haft eins ábyrgðamikið hlutverk og nú eftir kosningarnar 25. september þegar vafi leikur á að rétt hafi verið talið í Norðvesturkjördæmi. Hluti nefndarinnar kom saman öðru sinni á lögreglustöðinni í Borgarnesi í dag til að yfirfara kjörgögn. Við talningu atkvæða eru þau flokkuð eftir stjórnmálahreyfingum, ógildum atkvæðum og auðum kjörseðlum. Síðan eru atkvæði í bunkunum talin ásamt utankjörfundaratkvæðum sem flokkuð hafa verið með sama hætti.Stöð 2/Arnar Þegar okkur bar að garði um hádegisbil var nefndarfólk að yfirfara flokkun á kjörgögnum með aðstoð starfsmanna Sýslumannsembættisins á Vesturlandi og Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir að fyrst hafi verið teknar stikkprufur úr atkvæðabunkum en síðan ákveðið að skoða alla bunkana. Stöð 2/Arnar Þið eruð í raun og veru að ganga úr skugga um að atkvæði hafi ekki lent hjá röngum flokki? „Við erum meðal annars að athuga það. Við erum í raun og veru bara að fullvissa okkur um að það séu ekki einhverjar augljósar villur sem hægt er að leiðrétta,“ segir Birgir. Í fyrri skoðun undirbúingskjörbréfanefndar á kjörgögnum fyrir hálfum mánuði fannst ótalið atkvæði merkt Framsóknarflokknum. Birgir segir að í dag hafi fundist frávik sem þurfi að ræða betur en þau séu ekki stór. Farið hafi verið yfir alla bunka einstakra flokka til að kanna hvort atkvæði hafi verið rétt flokkuð. Birgir Ármannsson segirsenn koma að því að nefndin taki afstöðu til þess hvort hún leggi til að Alþingi samþykki útgefin kjörbréf Landskjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Arnar Hann telur að gagnaöflun nefndarinnar sé að mestu lokið og að henni lokinni þurfi að taka afstöðu til gildi kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu. Hvenær heldur þú að þið setjist niður og byrjið að ræða þá stóru spurningu? „Við gerum ráð fyrir fundi á morgun þar sem við tökum almennar umræður um stöðu mála. Við höfum auðvitað þegar skipst á skoðunum um einhverja þætti í nefndinni. En ég geri ráð fyrir að við byrjum skipulega umræðu um þá þætti á morgun,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. 10. nóvember 2021 19:31 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Næst komandi laugardag eru sjö vikur liðnar frá kosningum en Alþingi skal koma saman innan tíu vikna frá því kosið er samkvæmt stjórnarskrá. Aldrei áður í manna minnum hefur undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis haft eins ábyrgðamikið hlutverk og nú eftir kosningarnar 25. september þegar vafi leikur á að rétt hafi verið talið í Norðvesturkjördæmi. Hluti nefndarinnar kom saman öðru sinni á lögreglustöðinni í Borgarnesi í dag til að yfirfara kjörgögn. Við talningu atkvæða eru þau flokkuð eftir stjórnmálahreyfingum, ógildum atkvæðum og auðum kjörseðlum. Síðan eru atkvæði í bunkunum talin ásamt utankjörfundaratkvæðum sem flokkuð hafa verið með sama hætti.Stöð 2/Arnar Þegar okkur bar að garði um hádegisbil var nefndarfólk að yfirfara flokkun á kjörgögnum með aðstoð starfsmanna Sýslumannsembættisins á Vesturlandi og Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir að fyrst hafi verið teknar stikkprufur úr atkvæðabunkum en síðan ákveðið að skoða alla bunkana. Stöð 2/Arnar Þið eruð í raun og veru að ganga úr skugga um að atkvæði hafi ekki lent hjá röngum flokki? „Við erum meðal annars að athuga það. Við erum í raun og veru bara að fullvissa okkur um að það séu ekki einhverjar augljósar villur sem hægt er að leiðrétta,“ segir Birgir. Í fyrri skoðun undirbúingskjörbréfanefndar á kjörgögnum fyrir hálfum mánuði fannst ótalið atkvæði merkt Framsóknarflokknum. Birgir segir að í dag hafi fundist frávik sem þurfi að ræða betur en þau séu ekki stór. Farið hafi verið yfir alla bunka einstakra flokka til að kanna hvort atkvæði hafi verið rétt flokkuð. Birgir Ármannsson segirsenn koma að því að nefndin taki afstöðu til þess hvort hún leggi til að Alþingi samþykki útgefin kjörbréf Landskjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Arnar Hann telur að gagnaöflun nefndarinnar sé að mestu lokið og að henni lokinni þurfi að taka afstöðu til gildi kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu. Hvenær heldur þú að þið setjist niður og byrjið að ræða þá stóru spurningu? „Við gerum ráð fyrir fundi á morgun þar sem við tökum almennar umræður um stöðu mála. Við höfum auðvitað þegar skipst á skoðunum um einhverja þætti í nefndinni. En ég geri ráð fyrir að við byrjum skipulega umræðu um þá þætti á morgun,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. 10. nóvember 2021 19:31 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. 10. nóvember 2021 19:31
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55
Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?