Hertar aðgerðir kynntar í dag Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2021 07:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega tilkynna um hertar aðgerðir innanlands í dag til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga. Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag. Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag. Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46