Fjölskylda Wagstaff fær níu milljónir vegna flugslyssins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:44 Wagstaff systkinin með föðurömmu sinni. Ekkju og þremur börnum kanadíska flugmannsins Arthur Grant Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal í ágúst 2015 hafa verið dæmdar samanlagt um níu milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttablaðið greinir frá en hluti dómanna hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Ekkjunni Roslyn Mary Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur en dætrum þeirra Sarah Louise og Claire Noelle Wagstaff tvær milljónir króna sem og syni þeirra Tyler Grant. Fjölskyldan höfðaði mál á hendur Arngrími Jóhannssyni flugmanni og tryggingafyrirtækinu Sjóvá. Arngrímur er einn reynslumesti og þekktasti flugmaður landsins. Þann 9. ágúst 2015 stóð til að Arngrímur og Arthur Grant Wagstaff legðu upp í langferð frá Íslandi með nokkrum stoppum. Ferðinni var á endanum heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir hugðust selja sjálfa vélina sem bar þá á áfangastað. Vélin var lítil flutningavél af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver en þær hafa verið framleiddar í Kanada við góðan orðstýr frá 1947. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu á sínum tíma. Þennan dag stóð bara til að fljúga vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin brotlenti í Barkárdal og komst Rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ofhlaðin og slæm skilyrði til sjónflugs. Arngrímur, sem flaug vélinni, komst við illan leik út úr brennandi flaki vélarinnar. Wagstaff lést. Fór svo að tryggingafélagið Sjóvá greiddi engar bætur til ekkjunnar vegna slyssins og því höfðaði fjölskyldan mál. Ekkjan Roslyn fór fram á bætur vegna missis framfærenda en þeirri kröfu var hafnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Arngrímur og Sjóvá voru hins vegar dæmd til að greiða allan málskostnað upp á margar milljónir króna. Kanadíska fjölskyldan fékk gjafsókn hjá íslenska ríkinu. Flugslys í Barkárdal Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá en hluti dómanna hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Ekkjunni Roslyn Mary Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur en dætrum þeirra Sarah Louise og Claire Noelle Wagstaff tvær milljónir króna sem og syni þeirra Tyler Grant. Fjölskyldan höfðaði mál á hendur Arngrími Jóhannssyni flugmanni og tryggingafyrirtækinu Sjóvá. Arngrímur er einn reynslumesti og þekktasti flugmaður landsins. Þann 9. ágúst 2015 stóð til að Arngrímur og Arthur Grant Wagstaff legðu upp í langferð frá Íslandi með nokkrum stoppum. Ferðinni var á endanum heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir hugðust selja sjálfa vélina sem bar þá á áfangastað. Vélin var lítil flutningavél af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver en þær hafa verið framleiddar í Kanada við góðan orðstýr frá 1947. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu á sínum tíma. Þennan dag stóð bara til að fljúga vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin brotlenti í Barkárdal og komst Rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ofhlaðin og slæm skilyrði til sjónflugs. Arngrímur, sem flaug vélinni, komst við illan leik út úr brennandi flaki vélarinnar. Wagstaff lést. Fór svo að tryggingafélagið Sjóvá greiddi engar bætur til ekkjunnar vegna slyssins og því höfðaði fjölskyldan mál. Ekkjan Roslyn fór fram á bætur vegna missis framfærenda en þeirri kröfu var hafnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Arngrímur og Sjóvá voru hins vegar dæmd til að greiða allan málskostnað upp á margar milljónir króna. Kanadíska fjölskyldan fékk gjafsókn hjá íslenska ríkinu.
Flugslys í Barkárdal Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13
Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00
Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14