Það hefur legið fyrir lengi að einstakir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki verið sáttir við fyrri sóttvarnatakmarkanir. Þeir settu sig ekki upp á móti takmörkunum nú en telja að standa mætti öðruvísi að málum til að létta á mannaflsfrekum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins.
Hertar reglur hafa víða áhrif og í köldfréttum ræðum við einnig við lækna, viðburðahaldara og fólk úr veitingageirunum um breytingarnar.
Þá skoðum við yfirhalningu á Hegningarhúsinu og fylgjumst með stöðunni á loftslagsráðstefnunni í Glasgow – sem nú er á lokasprettinum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.