Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 09:04 Samband Xi (t.v.) og Biden (t.h.) var með ágætum þegar sá síðarnefndi var varaforseti Bandaríkjanna á sínum tíma. Fundurinn er í dag er sá fyrsti eftir að Biden varð forseti Bandaríkjanna. AP/Damian Dovarganes Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti. Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti.
Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01
Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38