Innlent

MMR: Fylgi Vinstri grænna eykst og Fram­sóknar dregst saman milli mælinga

Atli Ísleifsson skrifar
Katrin Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Katrin Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,2 prósent og mælist flokkurinn sem fyrr stærstur samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi flokksins er nær óbreytt frá síðustu fylgismælingu og rúmum tveimur prósentustigum minna en við síðustu Alþingiskosningar.

Í tilkynningu frá MMR segir að fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 17,5 prósent, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu en fylgi Vinstri grænna mælist nú 13,9 prósent, rúmum tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu.

„Fylgi Pírata mældist nú 12,4%, nær óbreytt frá síðustu mælingu og fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,1%, tæpum tveimur prósentum hærra en í síðustu mælingu. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,2%, tæpum tveimur prósentustigum minna en í síðustu mælingu og fylgi Miðflokksins mældist nú 4,2%, tæpum tveimur prósentum minna en í síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 60,0%, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun þar sem stuðningur mældist 57,6%.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,2% og var 22,1% í síðustu mælingu.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,5% og mældist 19,2% í síðustu mælingu.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,9% og mældist 11,5% í síðustu mælingu.
  • Fylgi Pírata mældist nú 12,4% og mældist 11,8% í síðustu mælingu.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,1% og mældist 9,5% í síðustu mælingu.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,0% og mældist 8,0% í síðustu mælingu.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,2% og mældist 8,0% í síðustu mælingu.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 4,2% og mældist 6,0% í síðustu mælingu.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,7% og mældist 3,3% í síðustu mælingu.
  • Stuðningur við aðra mældist 0,8% samanlagt.“

Könnunin var framkvæmd 10. - 15. nóvember 2021 og var heildarfjöldi svarenda 918 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×