Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 14:29 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, segir eftirspurn á íbúðamarkaði vera svo mikla að framboð anni henni ekki. Vísir/Vilhelm Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira
Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira