Kaldar kveðjur til Brynjars í nýrri ljóðabók Bubba Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2021 17:12 Bubbi hefur samið ljóð um Brynjar, sem gefur lítið fyrir kveðskapinn. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi alþingismaður veltir því fyrir sér að svara kveðskap um sig eftir tónlistarmanninn og ljóðskáldið Bubba Morthens með ljóði. „Ég er örugglega ekki slappara ljóðskáld en hann,“ segir Brynjar. En Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni úr bókinni, ljóðið „Torfbær í jakkafötum“ en það er einmitt einkunn sem hann hefur gefið Brynjar í orðaskaki á Facebook. Í ljóðinu segir meðal annars: „einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“. Og seinna segir: „ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“. Brynjar telur þessar ljóðlínur segja allt um manninn, í stuttu samtali við Vísi. „Hlaut að koma að því. Var búinn að biðja um ljóð um mig,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Uppfært 17:28 Í samtali Vísis við Bubba segir hann það ekki svo að þetta prósaljóð fjalli um Brynjar, þó vissulega hafi hann kallað Brynjar torfbæ og oft. En Bubbi segir það alltof þröngan lesskilning, ljóðið fjalli um alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm. Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég er örugglega ekki slappara ljóðskáld en hann,“ segir Brynjar. En Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni úr bókinni, ljóðið „Torfbær í jakkafötum“ en það er einmitt einkunn sem hann hefur gefið Brynjar í orðaskaki á Facebook. Í ljóðinu segir meðal annars: „einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“. Og seinna segir: „ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“. Brynjar telur þessar ljóðlínur segja allt um manninn, í stuttu samtali við Vísi. „Hlaut að koma að því. Var búinn að biðja um ljóð um mig,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Uppfært 17:28 Í samtali Vísis við Bubba segir hann það ekki svo að þetta prósaljóð fjalli um Brynjar, þó vissulega hafi hann kallað Brynjar torfbæ og oft. En Bubbi segir það alltof þröngan lesskilning, ljóðið fjalli um alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm.
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira