Aron: Gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 21:00 Aron Kristjánsson var glaður eftir sigurinn á ÍBV. vísir/vilhelm Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að hans menn skyldu hafa náð í sigur gegn ÍBV þrátt fyrir mikið mótlæti. Haukar unnu leikinn, 36-35. „Það er gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik. Ég var óánægður með vörnina allan leikinn. Við vorum linir og alltaf eftir á, að bregðast við einhverju sem við vissum að væri að koma,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við skoruðum mikið af mörkum. Byrjunin á seinni hálfleik minnti á borðtennisleik, bæði lið misstu boltann og klikkuðu á dauðafærum. Við spiluðum okkur í mjög góð færi en klikkuðum á þeim. Við misstum þá fimm mörkum fram úr okkur en þetta var alltaf möguleiki. Við þurftum bara að fá nokkra bolta varða eða nokkrar góðar varnir. Og það gerðist undir lokin. Aron [Rafn Eðvarðsson] varði nokkra mjög góða bolta undir lokin og við settum Darra [Aronsson] fyrir framan í 5-1 vörninni. Það truflaði betur spilið milli skyttanna og við þvinguðum þá í nokkrar lélegar ákvarðanir og það var kannski lykilinn þegar uppi var staðið.“ Petar Jokanovic átti frábæra kafla í marki ÍBV og varði frá leikmönnum Hauka úr hverju dauðafærinu á fætur öðru undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta voru þvílík dauðafæri sem við klikkuðum á á tímabili. Sóknarleikurinn var góður og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin. Við vorum staðir og aumir.“ Þegar um tíu mínútur voru eftir breytti Aron um vörn, fór úr 6-0 vörn yfir í 5-1 vörn með Darra fyrir framan. Það virtist slá Eyjamenn út af laginu. „Við æfðum þetta aðeins í undirbúningnum. Við fórum stundum í 5-1 vörn í fyrra, aðeins öðruvísi afbrigði, spænskt sem við fórum í í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við svo í annað afbrigði af 5-1 vörn með hávaxinn mann fyrir framan. Það gekk mjög vel og er klárlega eitthvað sem getur verið ágætis vopn,“ sagði Aron. Heimir Óli Heimisson var rekinn af velli eftir tuttugu mínútur fyrir að gefa Degi Arnarssyni olnbogaskot. „Í hálfleik sagði leikmaður við mig að hann hafi ekki gert neitt. Leikmaður ÍBV hafi klipið hann og kastað sér aftur. Ég þarf bara að skoða þetta á myndbandi,“ sagði Aron að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
„Það er gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik. Ég var óánægður með vörnina allan leikinn. Við vorum linir og alltaf eftir á, að bregðast við einhverju sem við vissum að væri að koma,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við skoruðum mikið af mörkum. Byrjunin á seinni hálfleik minnti á borðtennisleik, bæði lið misstu boltann og klikkuðu á dauðafærum. Við spiluðum okkur í mjög góð færi en klikkuðum á þeim. Við misstum þá fimm mörkum fram úr okkur en þetta var alltaf möguleiki. Við þurftum bara að fá nokkra bolta varða eða nokkrar góðar varnir. Og það gerðist undir lokin. Aron [Rafn Eðvarðsson] varði nokkra mjög góða bolta undir lokin og við settum Darra [Aronsson] fyrir framan í 5-1 vörninni. Það truflaði betur spilið milli skyttanna og við þvinguðum þá í nokkrar lélegar ákvarðanir og það var kannski lykilinn þegar uppi var staðið.“ Petar Jokanovic átti frábæra kafla í marki ÍBV og varði frá leikmönnum Hauka úr hverju dauðafærinu á fætur öðru undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta voru þvílík dauðafæri sem við klikkuðum á á tímabili. Sóknarleikurinn var góður og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin. Við vorum staðir og aumir.“ Þegar um tíu mínútur voru eftir breytti Aron um vörn, fór úr 6-0 vörn yfir í 5-1 vörn með Darra fyrir framan. Það virtist slá Eyjamenn út af laginu. „Við æfðum þetta aðeins í undirbúningnum. Við fórum stundum í 5-1 vörn í fyrra, aðeins öðruvísi afbrigði, spænskt sem við fórum í í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við svo í annað afbrigði af 5-1 vörn með hávaxinn mann fyrir framan. Það gekk mjög vel og er klárlega eitthvað sem getur verið ágætis vopn,“ sagði Aron. Heimir Óli Heimisson var rekinn af velli eftir tuttugu mínútur fyrir að gefa Degi Arnarssyni olnbogaskot. „Í hálfleik sagði leikmaður við mig að hann hafi ekki gert neitt. Leikmaður ÍBV hafi klipið hann og kastað sér aftur. Ég þarf bara að skoða þetta á myndbandi,“ sagði Aron að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita