„Ekki skera niður framtíðina okkar“ Isabel Alejandra Diaz skrifar 17. nóvember 2021 07:31 Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun