Loksins hús…eða, er það ekki? Steinar Kaldal skrifar 17. nóvember 2021 11:00 „Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Íþróttir barna Skipulag Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar