„Hefur þú ekki bara verið breytingin á liðinu?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 14:00 Leonharð Þorgeir Harðarson hefur verið að spila vel með FH-liðinu að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét FH-ingurinn Leonharð Þorgeir Harðarson var í viðtali í beinni útsendingu í Seinni bylgjunni í gærkvöldi en Leonharð átti mjög góðan leik í sigri á Stjörnunni í Mýrinni. Leonharð Þorgeir skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í sannfærandi sjö marka sigri FH-liðsins, 33-26. Eins og oft áður fékk Seinni bylgjan mann leiksins í viðtal í beinni í upphafi þáttarins og fékk hann til að fara yfir leikinn með Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingunum. „Leó hvernig líður þér eftir leikinn,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Bara rosalega vel. Ógeðslega þreyttur en líður vel,“ sagði Leonharð Þorgeir Harðarson. „Þú ert að koma inn í þetta lið og ert búinn að planta Gytis á bekkinn. Þú hlýtur að vera ánægður með það,“ spurði Stefán. „Hann meiddist bara og þá þurfti maður að fylla upp í stöðuna á meðan. Ég er búinn að vera að spila ágætlega síðan þá,“ sagði Leonharð. Bjarni Fritzson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, vildi þó ganga miklu lengra. „Hefur þú ekki svolítið bara verið breytingin á liðinu,“ spurði Bjarni en hélt áfram: „Mér hefur fundist FH-liðið miklu betra með betra flæði og tempó. Er það ekki akkúrat það sem þú kemur með inn að borðinu,“ spurði Bjarni. „Jú þannig séð. Ég er allt öðruvísi leikmaður en Gytis. Ég er minni og hraðari og kem kannski með meira flot á boltann og bý til aðrar stöður. Það er hægt að segja það en ég veit ekki endilega hvort ég geri liðið betra,“ sagði Leonharð hógvær. „Það er alla vega skemmtilegra að horfa á leikina,“ sagði Bjarni. FH-liðið hefur líka unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og sá fimmti endaði með jafntefli á móti meisturum Vals. Það má sjá allt viðtali hér fyrir neðan og þegar Leonharð fór yfir svipmyndir úr leiknum með sérfræðingunum. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Leonharð eftir góða frammistöðu á móti Stjörnunni Olís-deild karla FH Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Leonharð Þorgeir skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í sannfærandi sjö marka sigri FH-liðsins, 33-26. Eins og oft áður fékk Seinni bylgjan mann leiksins í viðtal í beinni í upphafi þáttarins og fékk hann til að fara yfir leikinn með Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingunum. „Leó hvernig líður þér eftir leikinn,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Bara rosalega vel. Ógeðslega þreyttur en líður vel,“ sagði Leonharð Þorgeir Harðarson. „Þú ert að koma inn í þetta lið og ert búinn að planta Gytis á bekkinn. Þú hlýtur að vera ánægður með það,“ spurði Stefán. „Hann meiddist bara og þá þurfti maður að fylla upp í stöðuna á meðan. Ég er búinn að vera að spila ágætlega síðan þá,“ sagði Leonharð. Bjarni Fritzson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, vildi þó ganga miklu lengra. „Hefur þú ekki svolítið bara verið breytingin á liðinu,“ spurði Bjarni en hélt áfram: „Mér hefur fundist FH-liðið miklu betra með betra flæði og tempó. Er það ekki akkúrat það sem þú kemur með inn að borðinu,“ spurði Bjarni. „Jú þannig séð. Ég er allt öðruvísi leikmaður en Gytis. Ég er minni og hraðari og kem kannski með meira flot á boltann og bý til aðrar stöður. Það er hægt að segja það en ég veit ekki endilega hvort ég geri liðið betra,“ sagði Leonharð hógvær. „Það er alla vega skemmtilegra að horfa á leikina,“ sagði Bjarni. FH-liðið hefur líka unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og sá fimmti endaði með jafntefli á móti meisturum Vals. Það má sjá allt viðtali hér fyrir neðan og þegar Leonharð fór yfir svipmyndir úr leiknum með sérfræðingunum. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Leonharð eftir góða frammistöðu á móti Stjörnunni
Olís-deild karla FH Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira