Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2021 19:20 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir það vera hlutverk peningamálastefnunefndar að bregðast við aðstæðum eins og þróun launa, hækkun húsnæðisverðs og annars sem drifi upp verðbólguna til að verja verðgildi krónunnar og þar með kaupmátt. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október í 4,5 prósent í þessum mánuði og peningastefnunefnd reiknar með að hún verði kominn í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að af þessum sökum hafi Seðlabankinn hækkað meginvexti sína um 0,5 prósentur í morgun og eru þeir nú komnir í 2 prósent. „Við teljum okkur verða að bregðast við í ljósi þess sem er að gerast. Við viljum tryggja verðstöðugleika. Við viljum tryggja að krónan haldi verðgildi sínu. Að launin haldi verðgildi sínu. Þetta verðum við að gera. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hefur íbúðaverð á landinu hækkað um 17,1 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Eins og sést á þessari mynd eru um og yfir 30 prósent íbúða að seljast yfir auglýstu verði.seðlabankinn Íbúðaverð hefur hækkað um 17,1 prósent á síðustu tólf mánuðum samkvæmt samantekst Þjóðskrár Íslands. Á bláu línunni á meðfylgjandi mynd sést að um og yfir 30 prósent íbúða eru að seljast á yfir auglýstu verði. Á appelsínugulu línunni sést að meðalsölutími er skemmri en tveir mánuðir. Ljóslitaða línan sýnir þróun atvinnuleysis samkvæmt skráningum Vinnumálastofnunar en dökka línan samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Brotalínan sýnir spá peningamálastefnunefndar á þriðja ársfjórðungi þessa árs.seðlabankinn Góðu fréttirnar eru að atvinnuleysi er á hraðri niðurleið bæði samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráðu atvinnuleysi Vinnumálastofnunar. Mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að ráða fólk og því hefur innflutningur vinnuafls aukist mikið á þessu ári. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir það nýja stöðu að önnur ríki glími við vaxandi verðbólgu á sama tíma og Íslendingar. Vextir væru á uppleið í öðrum löndum og því væri vaxtamunur milli Íslands og annarra landa ekki að aukast mikið með vaxtahækkunum hér á landi.Vísir/Vilhelm Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að á sama tíma fari verðbólga í öðrum löndumvaxandi. Væri komin yfir 6 prósent í Bandaríkjunum og hafi ekki verið meiri í þrjátíu ár. „Það þýðir að verð á innflutningi til okkar hækkar og það smitast inn í verðbólguna hér. Því við kaupum mikið af þeim vörum sem við neytum frá útlöndum,“ segir Þórarinn. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur farið vaxandi frá lokum síðasta árs og er komin í þrjátíu ára hámark í Bandaríkjunum þar sem hún er komin yfir 6 prósent.seðlabankinn Samkvæmt lífskjarasamningunum á launafólk að fá hækkun á taxta eða mánaðrlaun sín með svo kölluðum hagvaxtarauka allt frá 2.250 krónum upp í 13 þúsund næsta vor með auknum hagvexti frá síðasta ári til þessa árs. Seðlabankastjóri telur þetta óheppilegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ segir Ásgeir. Á kynningarfundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann þessar hækkanir leggjast ofan á miklar launahækkanir samkvæmt samningum um áramótin. Hagkerfið hafi dregist mikið saman í fyrra á sóttvarnaárinu mikla. Samkvæmt lögum eigi peningastefnunefnd að halda verðbólgu undir 2,5 prósentum og tryggja þar með kaupmátt. „Í því samhengi eru allar upphrópanir um að það eigi að bregðast við gerðum okkar með hækkun launa eins og verstu öfugmælavísur. Að vatnið renni upp í móti og ég veit ekki hvað fleira. Við erum að reyna að tryggja að það sem samið er um á vinnumarkaði haldist að verðgildi. Ef ytri aðstæður versna þá kemur það náttúrlega fram í launum þjóðarinnar,“ sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun sem gæti ekki farið í eitthvað samtal við vinnumarkaðinn til að hliðra til vaxtastefnunni. Hlutverk hans væri að bregðast við ríkisfjármálastefnunni og kjarasamningum á vinnumarkaði. Allt væri þetta gert til að halda kaupmætti stöðugum. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október í 4,5 prósent í þessum mánuði og peningastefnunefnd reiknar með að hún verði kominn í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að af þessum sökum hafi Seðlabankinn hækkað meginvexti sína um 0,5 prósentur í morgun og eru þeir nú komnir í 2 prósent. „Við teljum okkur verða að bregðast við í ljósi þess sem er að gerast. Við viljum tryggja verðstöðugleika. Við viljum tryggja að krónan haldi verðgildi sínu. Að launin haldi verðgildi sínu. Þetta verðum við að gera. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hefur íbúðaverð á landinu hækkað um 17,1 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Eins og sést á þessari mynd eru um og yfir 30 prósent íbúða að seljast yfir auglýstu verði.seðlabankinn Íbúðaverð hefur hækkað um 17,1 prósent á síðustu tólf mánuðum samkvæmt samantekst Þjóðskrár Íslands. Á bláu línunni á meðfylgjandi mynd sést að um og yfir 30 prósent íbúða eru að seljast á yfir auglýstu verði. Á appelsínugulu línunni sést að meðalsölutími er skemmri en tveir mánuðir. Ljóslitaða línan sýnir þróun atvinnuleysis samkvæmt skráningum Vinnumálastofnunar en dökka línan samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Brotalínan sýnir spá peningamálastefnunefndar á þriðja ársfjórðungi þessa árs.seðlabankinn Góðu fréttirnar eru að atvinnuleysi er á hraðri niðurleið bæði samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráðu atvinnuleysi Vinnumálastofnunar. Mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að ráða fólk og því hefur innflutningur vinnuafls aukist mikið á þessu ári. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir það nýja stöðu að önnur ríki glími við vaxandi verðbólgu á sama tíma og Íslendingar. Vextir væru á uppleið í öðrum löndum og því væri vaxtamunur milli Íslands og annarra landa ekki að aukast mikið með vaxtahækkunum hér á landi.Vísir/Vilhelm Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að á sama tíma fari verðbólga í öðrum löndumvaxandi. Væri komin yfir 6 prósent í Bandaríkjunum og hafi ekki verið meiri í þrjátíu ár. „Það þýðir að verð á innflutningi til okkar hækkar og það smitast inn í verðbólguna hér. Því við kaupum mikið af þeim vörum sem við neytum frá útlöndum,“ segir Þórarinn. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur farið vaxandi frá lokum síðasta árs og er komin í þrjátíu ára hámark í Bandaríkjunum þar sem hún er komin yfir 6 prósent.seðlabankinn Samkvæmt lífskjarasamningunum á launafólk að fá hækkun á taxta eða mánaðrlaun sín með svo kölluðum hagvaxtarauka allt frá 2.250 krónum upp í 13 þúsund næsta vor með auknum hagvexti frá síðasta ári til þessa árs. Seðlabankastjóri telur þetta óheppilegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ segir Ásgeir. Á kynningarfundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann þessar hækkanir leggjast ofan á miklar launahækkanir samkvæmt samningum um áramótin. Hagkerfið hafi dregist mikið saman í fyrra á sóttvarnaárinu mikla. Samkvæmt lögum eigi peningastefnunefnd að halda verðbólgu undir 2,5 prósentum og tryggja þar með kaupmátt. „Í því samhengi eru allar upphrópanir um að það eigi að bregðast við gerðum okkar með hækkun launa eins og verstu öfugmælavísur. Að vatnið renni upp í móti og ég veit ekki hvað fleira. Við erum að reyna að tryggja að það sem samið er um á vinnumarkaði haldist að verðgildi. Ef ytri aðstæður versna þá kemur það náttúrlega fram í launum þjóðarinnar,“ sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun sem gæti ekki farið í eitthvað samtal við vinnumarkaðinn til að hliðra til vaxtastefnunni. Hlutverk hans væri að bregðast við ríkisfjármálastefnunni og kjarasamningum á vinnumarkaði. Allt væri þetta gert til að halda kaupmætti stöðugum.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira