Þegar ég verð stór mun ég fá miklu hærri laun en þú! Tinna Hallbergsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 10:31 „Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun