Íhugar enn hvort tilefni sé til að herða Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir of snemmt að fagna smittölum gærdagsins, þeim lægstu í tíu daga. Hann mun ákveða um helgina hvort hann skili inn minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir. 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst færri í tíu daga, eða síðan 7. nóvember. Þá liggja tuttugu inni á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 og fækkar um einn síðan í gær. Fjórir eru á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að tölur geti verið mjög breytilegar milli daga. „Við getum alveg eins átt von á því að þetta fari eitthvað aðeins upp aftur og aðeins niður. Verði ekki bein lína. En ég vona svo sannarlega að þetta séu vísbendingar um að þetta sé að þokast niður og þessar ráðstafanir og aðgerðir fólks og einstaklinga séu farnar að bera árangur,“ segir Þórólfur. Skoða endurskilgreiningu á fullri bólusetningu Koma þurfi nýsmituðum niður í 40-50 á dag til að faraldurinn verði viðráðanlegur fyrir kerfið. Það gæti tekið einhverjar vikur. Ekki sé útséð með hvort Þórólfur leggi til hertar aðgerðir. Afléttingar séu ekki inni í myndinni núna af hans hálfu. „Ég mun bara taka ákvörðun um helgina hvort ég sendi nýtt minnisblað eða ekki. Það fer bara eftir því hvernig þróunin verður núna áfram.“ Þá velti framhaldið einnig á því hver árangur af þriðja bóluefnaskammti, örvunarskammtinum svokallaða, verði. Grannt verði fylgst með því. Þá sé til skoðunar hvort skilgreiningu á fullri bólusetningu verði breytt þegar fram líða stundir. „Hvernig við útfærum það nákvæmlega, hvort við munum endurskilgreina fulla bólusetningu sem þrjár sprautur og þá eru kvaðir í samræmi við það eða hvort við munum skilgreina þetta sem þriðju bólusetningu af þremur, það hefur ekki verið að fullu leyst. Ef við sjáum gríðarlega góðan árangur sem ég er að vonast til þá getum við kannski með betri rökum gert kröfu um það að full bólusetning er þrír skammtar en ekki tveir,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46 126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst færri í tíu daga, eða síðan 7. nóvember. Þá liggja tuttugu inni á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 og fækkar um einn síðan í gær. Fjórir eru á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að tölur geti verið mjög breytilegar milli daga. „Við getum alveg eins átt von á því að þetta fari eitthvað aðeins upp aftur og aðeins niður. Verði ekki bein lína. En ég vona svo sannarlega að þetta séu vísbendingar um að þetta sé að þokast niður og þessar ráðstafanir og aðgerðir fólks og einstaklinga séu farnar að bera árangur,“ segir Þórólfur. Skoða endurskilgreiningu á fullri bólusetningu Koma þurfi nýsmituðum niður í 40-50 á dag til að faraldurinn verði viðráðanlegur fyrir kerfið. Það gæti tekið einhverjar vikur. Ekki sé útséð með hvort Þórólfur leggi til hertar aðgerðir. Afléttingar séu ekki inni í myndinni núna af hans hálfu. „Ég mun bara taka ákvörðun um helgina hvort ég sendi nýtt minnisblað eða ekki. Það fer bara eftir því hvernig þróunin verður núna áfram.“ Þá velti framhaldið einnig á því hver árangur af þriðja bóluefnaskammti, örvunarskammtinum svokallaða, verði. Grannt verði fylgst með því. Þá sé til skoðunar hvort skilgreiningu á fullri bólusetningu verði breytt þegar fram líða stundir. „Hvernig við útfærum það nákvæmlega, hvort við munum endurskilgreina fulla bólusetningu sem þrjár sprautur og þá eru kvaðir í samræmi við það eða hvort við munum skilgreina þetta sem þriðju bólusetningu af þremur, það hefur ekki verið að fullu leyst. Ef við sjáum gríðarlega góðan árangur sem ég er að vonast til þá getum við kannski með betri rökum gert kröfu um það að full bólusetning er þrír skammtar en ekki tveir,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46 126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46
126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21
Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54