Íhugar enn hvort tilefni sé til að herða Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir of snemmt að fagna smittölum gærdagsins, þeim lægstu í tíu daga. Hann mun ákveða um helgina hvort hann skili inn minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir. 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst færri í tíu daga, eða síðan 7. nóvember. Þá liggja tuttugu inni á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 og fækkar um einn síðan í gær. Fjórir eru á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að tölur geti verið mjög breytilegar milli daga. „Við getum alveg eins átt von á því að þetta fari eitthvað aðeins upp aftur og aðeins niður. Verði ekki bein lína. En ég vona svo sannarlega að þetta séu vísbendingar um að þetta sé að þokast niður og þessar ráðstafanir og aðgerðir fólks og einstaklinga séu farnar að bera árangur,“ segir Þórólfur. Skoða endurskilgreiningu á fullri bólusetningu Koma þurfi nýsmituðum niður í 40-50 á dag til að faraldurinn verði viðráðanlegur fyrir kerfið. Það gæti tekið einhverjar vikur. Ekki sé útséð með hvort Þórólfur leggi til hertar aðgerðir. Afléttingar séu ekki inni í myndinni núna af hans hálfu. „Ég mun bara taka ákvörðun um helgina hvort ég sendi nýtt minnisblað eða ekki. Það fer bara eftir því hvernig þróunin verður núna áfram.“ Þá velti framhaldið einnig á því hver árangur af þriðja bóluefnaskammti, örvunarskammtinum svokallaða, verði. Grannt verði fylgst með því. Þá sé til skoðunar hvort skilgreiningu á fullri bólusetningu verði breytt þegar fram líða stundir. „Hvernig við útfærum það nákvæmlega, hvort við munum endurskilgreina fulla bólusetningu sem þrjár sprautur og þá eru kvaðir í samræmi við það eða hvort við munum skilgreina þetta sem þriðju bólusetningu af þremur, það hefur ekki verið að fullu leyst. Ef við sjáum gríðarlega góðan árangur sem ég er að vonast til þá getum við kannski með betri rökum gert kröfu um það að full bólusetning er þrír skammtar en ekki tveir,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46 126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst færri í tíu daga, eða síðan 7. nóvember. Þá liggja tuttugu inni á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 og fækkar um einn síðan í gær. Fjórir eru á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að tölur geti verið mjög breytilegar milli daga. „Við getum alveg eins átt von á því að þetta fari eitthvað aðeins upp aftur og aðeins niður. Verði ekki bein lína. En ég vona svo sannarlega að þetta séu vísbendingar um að þetta sé að þokast niður og þessar ráðstafanir og aðgerðir fólks og einstaklinga séu farnar að bera árangur,“ segir Þórólfur. Skoða endurskilgreiningu á fullri bólusetningu Koma þurfi nýsmituðum niður í 40-50 á dag til að faraldurinn verði viðráðanlegur fyrir kerfið. Það gæti tekið einhverjar vikur. Ekki sé útséð með hvort Þórólfur leggi til hertar aðgerðir. Afléttingar séu ekki inni í myndinni núna af hans hálfu. „Ég mun bara taka ákvörðun um helgina hvort ég sendi nýtt minnisblað eða ekki. Það fer bara eftir því hvernig þróunin verður núna áfram.“ Þá velti framhaldið einnig á því hver árangur af þriðja bóluefnaskammti, örvunarskammtinum svokallaða, verði. Grannt verði fylgst með því. Þá sé til skoðunar hvort skilgreiningu á fullri bólusetningu verði breytt þegar fram líða stundir. „Hvernig við útfærum það nákvæmlega, hvort við munum endurskilgreina fulla bólusetningu sem þrjár sprautur og þá eru kvaðir í samræmi við það eða hvort við munum skilgreina þetta sem þriðju bólusetningu af þremur, það hefur ekki verið að fullu leyst. Ef við sjáum gríðarlega góðan árangur sem ég er að vonast til þá getum við kannski með betri rökum gert kröfu um það að full bólusetning er þrír skammtar en ekki tveir,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46 126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46
126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21
Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54