Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 17:01 Helgi Grímsson segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem ábending barst um að barn hafi verið sent á afvikinn stað. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. Vísir Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. Fjallað hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um hin svokölluðu gulu herbergi í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar gerðu athugasemdir við að börn þeirra væru lokuð þar inni misstu þau stjórn á skapi sínu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar segir að í einhverjum skólum í Reykjavík séu til staðar rými til að skapa börnum aðstæður þar sem þau geta náð áttum og gleði sinni þó það sé ekki algengt. „Við mælum alls ekki með að slík úrræði séu notuð gert nema í mjög sérstökum tilvikum. Og þá aðeins ef barn velur sjálft að fara í slíkt rými til að ná stjórn á skapi sínu,“ segir Helgi. Borgin sé að yfirfara reglur um slík rými. Við erum að setja af stað starfshóp sem á að fara yfir allar leiðbeiningar okkar til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi. Við munum kalla eftir liðsinni frá háskólasamfélaginu í þessari vinnu þannig að við séum alltaf að nýta bestu mögulegu leiðir í starfi með börnunum okkar,“ segir Helgi. Helgi segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem kvartað sé yfir notkun á gulu herbergi. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. „Seinustu tvö ár hefur skóla- og frístundasviði borist ein kvörtun vegna notkunar á „gulu herbergi“ í starfi grunnskóla í Reykjavík. Ekki kom fram í kvörtun hvort herbergið hafi verið notað í því tilviki sem um ræðir, og ef svo er, hvort barnið hafi verið eitt í herberginu eða það lokað á meðan barnið var þar inni. Málsatvik eru í skoðun hjá okkur.“ segir Helgi. Barnavernd Réttindi barna Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Fjallað hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um hin svokölluðu gulu herbergi í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar gerðu athugasemdir við að börn þeirra væru lokuð þar inni misstu þau stjórn á skapi sínu. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar segir að í einhverjum skólum í Reykjavík séu til staðar rými til að skapa börnum aðstæður þar sem þau geta náð áttum og gleði sinni þó það sé ekki algengt. „Við mælum alls ekki með að slík úrræði séu notuð gert nema í mjög sérstökum tilvikum. Og þá aðeins ef barn velur sjálft að fara í slíkt rými til að ná stjórn á skapi sínu,“ segir Helgi. Borgin sé að yfirfara reglur um slík rými. Við erum að setja af stað starfshóp sem á að fara yfir allar leiðbeiningar okkar til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og tómstundastarfi. Við munum kalla eftir liðsinni frá háskólasamfélaginu í þessari vinnu þannig að við séum alltaf að nýta bestu mögulegu leiðir í starfi með börnunum okkar,“ segir Helgi. Helgi segir að nú sé til skoðunar eitt mál þar sem kvartað sé yfir notkun á gulu herbergi. Slík tilvik séu ávallt skoðuð og krafist úrbóta sé þörf á því. „Seinustu tvö ár hefur skóla- og frístundasviði borist ein kvörtun vegna notkunar á „gulu herbergi“ í starfi grunnskóla í Reykjavík. Ekki kom fram í kvörtun hvort herbergið hafi verið notað í því tilviki sem um ræðir, og ef svo er, hvort barnið hafi verið eitt í herberginu eða það lokað á meðan barnið var þar inni. Málsatvik eru í skoðun hjá okkur.“ segir Helgi.
Barnavernd Réttindi barna Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00