Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2021 21:01 Heilaskurðlæknirinn Kristín Lilja Eyglóardóttir starfar í Svíþjóð en býr á Eskifirði. Arnar Halldórsson „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er rætt við Kristínu Lilju en hún starfar sem heilaskurðlæknir í Svíþjóð. Eskfirðingurinn sem hún kynntist er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kristín Lilja og Jens Garðar við heimili sitt á Eskifirði í blíðunni í sumar.Arnar Halldórsson „Ég er búin að vera í Svíþjóð, bæði í námi og vinnu, þannig að við Jenni höfum verið að „fljúgast á“ síðan 2011, getur maður sagt.“ -En hafðir þú þá aldrei komið á Eskifjörð áður? „Kannski einu sinni keyrt framhjá,“ svarar hún. -Það er sem sagt hægt að eiga heimili á Eskifirði en starfa í Svíþjóð? „Já, það er hægt. Allt er hægt með vilja. Það er svo sem langt ferðalag. Ég starfa í Gautaborg. Þannig að það er Gautaborg – Kaupmannahöfn – Keflavík – Reykjavík – Egilsstaðir – Eskifjörður. Ég næ þessu nú yfirleitt ekki á einum degi, þarf yfirleitt að gista á leiðinni. En það er þess virði.“ Í garðinum við heimilið við Bakkastíg á Eskifirði. Fjallið Hólmatindur í baksýn.Arnar Halldórsson -Hvað var það sem þú sást við Eskifjörð? „Ég náttúrlega sá ekkert kannski við Eskifjörð, ég sá náttúrlega við Jens. Svo var það Eskifjörðurinn sem fylgdi honum,“ svarar Kristín hlæjandi. „Og ekki bara Eskifjörð. Bara Austfirðirnir. Kom hérna og sá öll fjöllin og allt og ég hugsaði: Ég ætla að mergsjúga allt út úr þessum fjórðungi áður en sambandið fer í vaskinn. Ganga hérna á fjöll og veiða hreindýr, fara á kajak og synda í sjónum og gera allt sem hægt er að gera. En svo er ég bara ennþá hérna, - því að Jenni er æði.“ Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Í næsta þætti Um land allt er fjallað um Alla ríka og arfleifð hans á Eskifirði. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Ástin og lífið Tengdar fréttir Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er rætt við Kristínu Lilju en hún starfar sem heilaskurðlæknir í Svíþjóð. Eskfirðingurinn sem hún kynntist er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kristín Lilja og Jens Garðar við heimili sitt á Eskifirði í blíðunni í sumar.Arnar Halldórsson „Ég er búin að vera í Svíþjóð, bæði í námi og vinnu, þannig að við Jenni höfum verið að „fljúgast á“ síðan 2011, getur maður sagt.“ -En hafðir þú þá aldrei komið á Eskifjörð áður? „Kannski einu sinni keyrt framhjá,“ svarar hún. -Það er sem sagt hægt að eiga heimili á Eskifirði en starfa í Svíþjóð? „Já, það er hægt. Allt er hægt með vilja. Það er svo sem langt ferðalag. Ég starfa í Gautaborg. Þannig að það er Gautaborg – Kaupmannahöfn – Keflavík – Reykjavík – Egilsstaðir – Eskifjörður. Ég næ þessu nú yfirleitt ekki á einum degi, þarf yfirleitt að gista á leiðinni. En það er þess virði.“ Í garðinum við heimilið við Bakkastíg á Eskifirði. Fjallið Hólmatindur í baksýn.Arnar Halldórsson -Hvað var það sem þú sást við Eskifjörð? „Ég náttúrlega sá ekkert kannski við Eskifjörð, ég sá náttúrlega við Jens. Svo var það Eskifjörðurinn sem fylgdi honum,“ svarar Kristín hlæjandi. „Og ekki bara Eskifjörð. Bara Austfirðirnir. Kom hérna og sá öll fjöllin og allt og ég hugsaði: Ég ætla að mergsjúga allt út úr þessum fjórðungi áður en sambandið fer í vaskinn. Ganga hérna á fjöll og veiða hreindýr, fara á kajak og synda í sjónum og gera allt sem hægt er að gera. En svo er ég bara ennþá hérna, - því að Jenni er æði.“ Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Í næsta þætti Um land allt er fjallað um Alla ríka og arfleifð hans á Eskifirði. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Ástin og lífið Tengdar fréttir Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50
Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02
Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið