Sherrock varð á þriðjudaginn fyrsta konan til að komast í útsláttarkeppni Grand Slam of Darts, og hún bætti um betur í kvöld þegar hún sló Austurríkismanninn Suljovic úr leik. Suljovic vann fyrstu tvo leggina, en þrátt fyrir það vann Sherrock nokkuð örugglega 10-5.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sherrock skráir sig á spjöld pílusögunnar, en árið 2019 varð hún fyrsta konan til að vinna leik á stærsta móti heims, sjálfu heimsmeistaramótinu.
Sherrock mætti einmitt Suljovic í 2. umferð heimsmeistaramótsins það ár og hafði þá einnig betur, 3-1. Þá var Suljovic í 11. sæti heimslistans.
Í átta manna úrslitum mætir hún engum öðrum en Peter Wright, fyrrverandi heimsmeistara. Wright sló ríkjandi Grand Slam of Darts-meistarann José de Sousa úr leik í æsispennandi viðureign fyrr í kvöld.
𝗦𝗵𝗲'𝘀 𝗱𝗼𝗻𝗲 𝗶𝘁, 𝗮𝗴𝗮𝗶𝗻!
— PDC Darts (@OfficialPDC) November 18, 2021
Fallon Sherrock beats Mensur Suljovic in a TV event once again, beating the Austrian to reach the Quarter-Finals of the 2021 Cazoo Grand Slam of Darts pic.twitter.com/BqOy4LZIID
Ásamt Sherrock og Wright eru þeir Michael Smith, Gerwyn Price, Rob Cross, James Wade, Jonny Clayton og Michael van Gerwen komnir í átta manna úrslit.