Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2021 18:31 Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. Í Danmörku hafa fjórir til níu dáið af völdum Covid-19 á dag síðustu sjö dögum. Hins vegar hefur enginn látist vegna faraldursins í öllum nóvembermánuði á Íslandi - staðreynd sem forsvarsmenn Landspítalans benda á að gleymist oft í samanburði manna á ástandinu á Íslandi og í Danmörku. Á sama tíma hefur bylgjan í Danmörku verið á mikilli uppleið, mun meiri en hefur verið hér heima síðan í byrjun þessa mánaðar. Línuritið sýnir vöxt faraldursins í Danmörku og á Íslandi. Smittölurnar eru hér reiknaðar í samhengi við það ef löndin hefðu milljón íbúa hvort; bleika línan Ísland og sú fjólubláa Danmörk.Our World in Data Þar eru auðvitað engar samkomutakmarkanir í gildi fyrir utan kröfu um bólusetningarvottorð til að komast inn á hina ýmsu staði. Hér heima eru þó mun strangari reglur í gildi en nýlega hefur nokkuð borið á gagnrýni á spítalann og hans getu til að sinna verkefnum sínum í faraldrinum. Gleymdist að reikna með öldrun þjóðar En Landspítalinn vill þar kenna stefnu sem hefur verið rekin síðustu tvo áratugi um ástandið: „Þessi þróun sem hefur átt sér stað hérna varðandi legurými á aðalsjúkrahúsi landsins, hún hefur bara komið okkur í koll,“ sagði Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er þessi fækkun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum, sérstaklega síðustu tveimur áratugum. Og það er bara erfitt að bregðast við því í einu vetfangi þegar stór faraldur skellur á.“ En er þetta réttmæt gagnrýni hjá Runólfi? Fórum við of geyst í að fækka hér legurýmum? „Sko, það kann að vera og það er svo sem ekki mitt að meta það. Og það snýst líka bara um ákvarðanir á Landspítala,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Þessi þróun á sér þó eðlilegar skýringar. Ein þeirra er sú að aðgerðum sem krefjast innlagnar hefur fækkað til muna. En að sögn Runólfs virðist hreinlega hafa gleymst að reikna með öldrun þjóðarinnar, því aldraðir leggist nú í allt of miklum mæli inn á spítalann. Langt í land Ef útgjöld Norðurlandanna til heilbrigðisþjónustu eru borin saman kemur í ljós að Ísland hefur verið eftirbátur allra hinna síðasta áratuginn ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Tölur frá heilbrigðisráðuneytinu. Hér vantar árið 2020 frá Danmörku og Finnlandi en ljóst að þar fer hlutfallið upp líka því landsframleiðslan snarminnkaði hjá öllum í faraldrinum. Tölurnar fyrir 2020 eru því brogaðar.heilbrigðisráðuneytið Ísland er þó komið á par við hin löndin þegar kemur að framlögum til heilsugæslu og sjúkrahúsa. Við erum þó langt á eftir í öldrunarþjónustunni, sem gæti skýrt slæma getu spítalans í faraldrinum en þar liggja nú tæplega 100 inni sem bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Á sama tíma eru ekki nema 25 inni á spítalanum með Covid. „Þannig að við greinilega megum bæta verulega í áður en við förum að sjá í hælana á þessum þjóðum,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Í Danmörku hafa fjórir til níu dáið af völdum Covid-19 á dag síðustu sjö dögum. Hins vegar hefur enginn látist vegna faraldursins í öllum nóvembermánuði á Íslandi - staðreynd sem forsvarsmenn Landspítalans benda á að gleymist oft í samanburði manna á ástandinu á Íslandi og í Danmörku. Á sama tíma hefur bylgjan í Danmörku verið á mikilli uppleið, mun meiri en hefur verið hér heima síðan í byrjun þessa mánaðar. Línuritið sýnir vöxt faraldursins í Danmörku og á Íslandi. Smittölurnar eru hér reiknaðar í samhengi við það ef löndin hefðu milljón íbúa hvort; bleika línan Ísland og sú fjólubláa Danmörk.Our World in Data Þar eru auðvitað engar samkomutakmarkanir í gildi fyrir utan kröfu um bólusetningarvottorð til að komast inn á hina ýmsu staði. Hér heima eru þó mun strangari reglur í gildi en nýlega hefur nokkuð borið á gagnrýni á spítalann og hans getu til að sinna verkefnum sínum í faraldrinum. Gleymdist að reikna með öldrun þjóðar En Landspítalinn vill þar kenna stefnu sem hefur verið rekin síðustu tvo áratugi um ástandið: „Þessi þróun sem hefur átt sér stað hérna varðandi legurými á aðalsjúkrahúsi landsins, hún hefur bara komið okkur í koll,“ sagði Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er þessi fækkun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum, sérstaklega síðustu tveimur áratugum. Og það er bara erfitt að bregðast við því í einu vetfangi þegar stór faraldur skellur á.“ En er þetta réttmæt gagnrýni hjá Runólfi? Fórum við of geyst í að fækka hér legurýmum? „Sko, það kann að vera og það er svo sem ekki mitt að meta það. Og það snýst líka bara um ákvarðanir á Landspítala,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Þessi þróun á sér þó eðlilegar skýringar. Ein þeirra er sú að aðgerðum sem krefjast innlagnar hefur fækkað til muna. En að sögn Runólfs virðist hreinlega hafa gleymst að reikna með öldrun þjóðarinnar, því aldraðir leggist nú í allt of miklum mæli inn á spítalann. Langt í land Ef útgjöld Norðurlandanna til heilbrigðisþjónustu eru borin saman kemur í ljós að Ísland hefur verið eftirbátur allra hinna síðasta áratuginn ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Tölur frá heilbrigðisráðuneytinu. Hér vantar árið 2020 frá Danmörku og Finnlandi en ljóst að þar fer hlutfallið upp líka því landsframleiðslan snarminnkaði hjá öllum í faraldrinum. Tölurnar fyrir 2020 eru því brogaðar.heilbrigðisráðuneytið Ísland er þó komið á par við hin löndin þegar kemur að framlögum til heilsugæslu og sjúkrahúsa. Við erum þó langt á eftir í öldrunarþjónustunni, sem gæti skýrt slæma getu spítalans í faraldrinum en þar liggja nú tæplega 100 inni sem bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Á sama tíma eru ekki nema 25 inni á spítalanum með Covid. „Þannig að við greinilega megum bæta verulega í áður en við förum að sjá í hælana á þessum þjóðum,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira