Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, ræsir fyrstur á morgun eftir að hafa náð bestum tíma í tímatökunum sem fóru fram rétt í þessu. Hann skaut þar með helsta keppinaut sínum, Max Verstappen hjá RedBull, ref fyrir rass en Verstappen ræsir númer tvö á morgun. Valtteri Bottas hjá Mercedes átti bestan tíma á æfingum gærdagsins en náði ekki að fylgja því alveg eftir og ræsir þriðji.
Verstappen hefur fjórtán stiga forystu á Hamilton í keppni ökuþóra og hefur haldið smávægilegri fjarlægð í keppninni í nokkrar vikur en það eru þrjár keppnir eftir.
Lewis Hamilton dons a rainbow helmet after criticising Qatar's human rights record #F1
— talkSPORT (@talkSPORT) November 20, 2021
Hamilton hefur reynst skipuleggjendum keppninnar í Katar óþægur ljár í þúfu en hann hefur ítrekað bent á mannréttindabrot stjórnvalda. Nú síðast gagnvart hinsegin fólki en Hamilton bar hjálm í tímatökunum sem var í regnbogalitunum.
Niðurstöður tímatökunnar:
1. Lewis Hamilton, Mercedes.
2. Max Verstappen, RedBull.
3. Valtteri Bottas, Mercedes.
4. Pierre Gasly, AlphaTauri.
5. Fernando Alonso, Ferrari.