KA/Þór þurfti nauðsynlega að vinna leikinn með að minnsta kosti fjórum mörkum ef liðið ætluði sér að eyga nokkra von um að komast áfram í keppninni. Íslandsmeistararnir byrjuðu ágætlega en misstu svo Elche fljótlega framúr sér. Elche hélt um það bil þriggja marka forystu út fyrri hálfleikinn og leiddu að honum loknum, 13-10.
Þær spænsku náðu fljótlega fimm marka forystu í síðari hálfleik. Það er þó ekki siður Akureyringa að gefast upp og smátt saman komust KA/Þór inn í leikinn aftur og minnkuðu muninn niður í tvö mörk, 18-16 og svo jöfnuðu þær leikinn í 20-20. Allt á suðupunkti.
Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem liðin áttu í talsverðum vandræðum með að skora hjá hvort öðru, en það var svo KA/Þór sem skoraði síðasta mark leiksins og vann þar með sigur, 21-22.
Unnur Ómarsdóttir var markahæst hjá KA/Þór með átta mörk en Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði fjögur eins og Ásdís Guðmundsdóttir.